fbpx

HÚÐIN MÍN EFTIR 30 DAGA HÚÐMEÐFERÐ CHITOCARE BEAUTY

ANNA MÆLIR MEÐJÓLSAMSTARF

Núna er ég búin að vera að nota 30 daga húðmeðferðina frá ChitoCare beauty markvisst í meira en mánuð og er vægast sagt ánægð með niðurstöðurnar. Húðin mín er silkimjúk, ljómandi og heilbrigð. Eins og ég sagði ykkur frá hér þá inniheldur meðferðin Anti-Aging Repair Serum, 4x Serum Mask, Face Cream og Hair, Skin & Nails. Mælt er með að nota húðmeðferðina í þessari röð (tekið frá vefsíðu ChitoCare beauty):

Á hverjum degi, bæði kvölds og morgna er borið ChitoCare beauty Anti-Aging Repair Serum á hreint andlit, því leyft að þorna og þar næst er borið ChitoCare beauty Face Cream á andlit. ChitoCare beauty Serum Mask er svo notaður með vikulega á meðan meðferðartíma stendur. Samhliða húðmeðferð er ChitoCare beauty Hair Skin & Nails tekið inn daglega.

Ég er búin að fara eftir þessum leiðbeiningum í meira en 30 daga en ég hef reyndar sleppt því að taka inn Hair, Skin & Nails þar sem að ekki er mælt með að taka inn auka fæðubótarefni á meðgöngu nema hafa leitað álits frá lækni eða annars sérfræðings. Ég tók þá ákvörðun strax að sleppa öllum auka fæðubótarefnum á þessari meðgöngu fyrir utan þau fjölvítamín sem mér var ráðlagt að taka inn. Ég hlakka samt sem áður mikið til að prófa Hair, Skin & Nails um leið og ég má! Ég hef því verið að nota serum-ið og andlitskremið bæði kvölds og morgna ásamt því að nota serum maskann vikulega. Húðin mín er LJÓMANDI! Ég var mjög stressuð að sjá hvernig húðin mín myndi breytast á meðgöngunni en hún hefur aldrei verið jafn góð. Ég tel ástæðuna vera góð húðrútína í bland við heilbrigt liferni og kannski smá meðgönguhormóna?

Ég hef verið að nota andlitskremið síðan 2020 og hef ég lofsungið það síðan ég prófaði það fyrst. Serum-ið sem er tiltöllulega nýkomið á markað er einfaldlega dásamlegt. Húðin verður silkimjúk um leið og droparnir snerta húðina enda er það stútfullt af lífvirka efninu kítósan og hýalúrunsýru sem dregur úr fínum línum og öldrunarmerkjum. Eins og ég hef margoft sagt ykkur frá þá er kítósan náttúrulegt undur úr hafinu sem ver húðina ásamt því að draga úr roða og pirringi. Það hjálpar einnig húðinni að viðhalda raka og gefur húðinni silkimjúka áferð í kaupbæti! Serum maskann hef ég verið að nota í dágóðan tíma en ég elska að taka mér dekurkvöld, setja á mig maska og gera vel við mig. Serum maskinn inniheldur einnig kítósan og hýalúrunsýru og er því einstaklega rakagefandi. Ég setti saman reels á Instagram um hvernig ég nota 30 daga andlitsmeðferðina, þið getið séð það hér.

Ég mæli eindregið með að prófa 30 daga húðmeðferðina frá ChitoCare beauty en eins og ég nefndi hér að ofan þá hefur húðin mín aldrei litið jafn vel út. Góð húðumhirða með enn betri húðvörum er uppskrift af ljómandi og heilbrigðri húð. Ég tel húðmeðferðina vera hina fullkomnu jólagjöf en það er klárlega pakki sem myndi slá í gegn á flestum heimilum! Þið getið skoðað húðmeðferðina betur hér. Húðmeðferðin er fáanleg í fallegri gjafaöskju en þar að auki er ChitoCare að bjóða upp á innpökkun á gjafaöskjunum í umhverfisvænan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu! ChitoCare beauty hefur einnig sett saman dásamlegar gjafaöskjur sem eru tilvaldnar í jólapakkann, þið getið skoðað úrvalið hér.

Ég mæli með að gera vel við sig og prófa 30 daga húðmeðferðina frá ChitoCare beauty, af hverju ekki að gefa sér smá dekur um jólin eða jafnvel byrja nýtt ár á húðdekri? Það hljómar dásamlega fyrir mér!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SÍÐBÚIN AFMÆLISFÆRSLA

Skrifa Innlegg