fbpx

NÝTT FRÁ GANNI

NÝTTTÍSKA

Ég leyfði sjálfri mér að fjárfesta í fallegum flíkum frá Ganni á Farfetch. Það er mikilvægt að dekra við sig af og til og þá sérstaklega þegar vel gengur! Ég er líka að reyna að gera það að vana að fjárfesta frekar í fáum gæða flíkum frekar en mörgum flíkum sem eru það ekki. Það er auðvitað erfitt og dýrara en við verðum að vera meðvituð um hvað við erum að kaupa og reyna að gera betur – ég vona að þið séuð sammála! Ég ætla að deila með ykkur því sem ég keypti frá Ganni.

Ég var búin að hafa augastað á kjólnum í dágóðan tíma en ég fékk hann loksins á afslætti á Farfetch. Bolurinn var nýr frá Ganni. Ég hlakka til að nota þessar flíkur og deila með ykkur outfit hugmyndum. Ég t.d. sé fram á að nota bolinn við gallabuxur, leðurbuxur og pils – bæði við hæla og strigaskó. Kjólinn hlakka ég til að nota við sokkabuxur, há stígvél eða strigaskó. Ég vona að þið hafið gaman af svona færslum, endilega látið mig vita og skiljið eftir comment hér fyrir neðan!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HELGARFRÍ Á ÞRIÐJUDEGI // NÓTT Á HÓTEL GEYSI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svala

    12. August 2020

    Alltaf gaman að fá hugmyndir :)