fbpx

HELGARFRÍ Á ÞRIÐJUDEGI // NÓTT Á HÓTEL GEYSI

ANNA MÆLIR MEÐFERÐALÖGÍSLANDSAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hótel Geysi

Okkur Atla var boðið að koma að gista á Hótel Geysi í byrjun seinustu viku, því pökkuðum við í töskur og flúðum frá höfuðborginni. Vá hvað ég þurfti þetta ör-frí .. þetta var dásamlegt í alla staði. Herbergið, maturinn, útsýnið – allt! Þetta var nauðsynlegt foreldrafrí fyrir okkur Atla en bónus-mömmuhlutverkið er yndislegast í heiminum en auðvitað verð ég þreytt og lúin líka. Svo eigum við líka eina að verða 2ja ára púðlu sem er ansi orkumikil og vill láta snúast í kringum sig allan daginn. Ég er samt heppnust í heimi með þetta allt og mun aldrei kvarta. EN að gistingunni á Hótel Geysi, ég er í sæluvímu eftir þetta 24 tíma. Gistingin var dásamleg í alla staði og ég gæti ekki mælt meira með Hótel Geysi. ‘Weekend getaway’, helgarfrí á virkum degi, hvað sem er – nótt á Hótel Geysi hljómar alltaf vel. Ég verð að deila með ykkur myndum sem ég tók.

Draumur í dós. Okkur var einnig boðið í kvöldmat á Geysir Restaurant, við völdum okkur sælkera matseðilinn sem samanstóð af fjórum réttum sem voru hver öðrum betri. Mæli með. Ég er búin að vera þreytt á bæði líkama og sál eftir seinustu mánuði, covid, skólinn, flutningar á milli landa .. ég held að það sé ekki skrýtið að ég sé búin að vera þreytt og búin á því. Ég er því mjög þakklát fyrir boðið á Hótel Geysi og náð að endurhlaða batterýin í kyrrð og ró. Ég er enn að hugsa um þessa draumaferð, Hótel Geysir má ég koma einu sinni í viku til ykkar? Jafnvel oftar.. Baðkar er allavega komið efst á óskalistann – þrái að fá eitt á Mýrargötuna.

Ég mæli með að fylgja Hótel Geysi á Instagram hér en þar eru þau dugleg að deila myndum af herbergjunum, hótelinu sjálfu og lífinu á Hótel Geysi. Svo auðvitað mæli ég með fyrir alla að gera sér ferð á þetta yndisfagra hótel og gista í eina nótt, jafnvel lengur.

Takk fyrir okkur Hótel Geysir, ég mun lifa á þessari ferð að eilífu og klárlega gera mér ferð til ykkar aftur.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ÚTSKRIFTARKJÓLLINN

Skrifa Innlegg