fbpx

ÚTSKRIFTARKJÓLLINN

OUTFIT

Í síðustu færslu deildi ég með ykkur útskriftarveislunni minni sem við Atli héldum á laugardaginn. Fyrir ekki svo löngu síðan þá deildi ég með ykkur kjólum sem mig langaði í fyrir útskriftina en ég var svo heppin að finna kjól sem tikkaði í öll boxin, gulur dásamlegur kjóll frá Ganni sem ég keypti af MyTheresa. Ég lenti í smá vandræðum með kjólinn en vegna ástandsins í heiminum þá kom hann ekki til mín fyrr en deginum fyrir veislu – sem varð til þess að ég var auðvitað mjög kvíðin og var þegar byrjuð að leita mér af nýjum kjól. En sá guli lét sjá sig á hárréttum tíma – mér til mikillar gleði!

Kjóll : Ganni // Exclusive collection
Skór : H&M

 Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ÚTSKRIFTARVEISLA

Skrifa Innlegg