fbpx

NOEL STUDIOS : VIÐTAL

HÖNNUNÍSLENSKTVIÐTAL

Ég var svo heppin að fá að taka viðtal við Söru Lind, eiganda Noel Studios sem er nýtt, íslenskt fatamerki. Það hefur verið ansi áberandi á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og hefur því varla farið framhjá neinum. Noel Studios býður upp á þægilegan, tímalausan og mjög svo klæðilegan fatnað sem allir ættu að eiga eintak af. Mér finnst alltaf jafn aðdáunarvert þegar fólk lætur draumana sína rætast og tek ég það svo sannarlega til fyrirmyndar! Ég nýtti því tækifærið og spurði Söru Lind spjörunum úr, ég mæli með að þið lesið lengra og auðvitað mæli ég með að þið nælið ykkur í kósýgalla frá Noel Studios – þið getið skoðað úrvalið hér.

Hver er á bakvið Noel Studios?
Ég heiti Sara Lind Teitsdóttir & er 24 ára gömul mamma, sem elskar tísku & allt sem við henni kemur.

Hvernig varð Noel Studios til?
Þetta hefur verið pæling ótrúlega lengi, ég bjó í Englandi þegar ég fór fyrst að hugsa um hvað vantaði “flott” kósý föt á Íslandi, ári seinna fór ég að kynna mér þetta enn betur & hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að þessu, ég var með svo margar hugmyndir en vissi ekkert hvernig ég ætti að framkvæma þær. Þegar ég eignaðist son minn í september 2020 kýldi ég soldið á þetta því ég vissi að ég hafði meiri tíma til að vera all in, þá byrjaði ég að leita hjálpar frá fólki í eigin rekstri & lét verða að þessu. Það er svo sannarlega meiri vinna en ég hélt að halda utan um heilt fyrirtæki ein, allt frá rekstri til hönnunar, vefsíðugerð & markaðssetningu en þetta er svo ótrúlega skemmtilegt að ég get ekki kvartað. Ferlið frá fyrstu hugmynd þar til þetta fór í sölu var um þrjú ár – mikil vinna en þess virði!


Hvar sækiru innblástur?
Hann kemur í rauninni úr þessari “streetwear” tísku sem er útum allt í dag.
Ég er þó með mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vil hafa allt, þó mesti innblásturinn sé bara að gera föt sem eru þægileg en flott á sama tíma.

Hver er uppáhalds flíkin þín frá Noel Studios?
Ég elska allar flíkurnar mínar frá Noel Studios en sú allra mest notaða er líklegast gráu joggingbuxurnar sem voru með fyrstu flíkunum sem urðu til.


Hver er stefna fyrirtæksins?
Við erum nú þegar með “biodegradable” póst-umbúðir & stefnum við á að hafa allar umbúðir þannig fyrr en síðar, einnig vil ég leggja meiri áherslu á minimalíska og tímalausa hönnun, eitthvað sem mun endast og nýtast lengi, og minni áherslu á “trend” sem ganga hratt yfir.


Hvað er á döfinni?
Fyrir jól koma klassíku jogginggallarnir aftur í nýjum litum sem ég er ótrúlega spennt fyrir, einnig er ég að vinna að nýjum vörum fyrir næsta ár en þær eru enn á byrjunarstigi.

Hvar er hægt að versla flíkur frá Noel Studios?
Flíkurnar eru til sölu inná www.noelstudios.is

Takk Sara fyrir að leyfa okkur að skyggnast inn í heim Noel Studios! Kósý galli frá þeim er klárlega ofarlega á óskalista hjá mér. Styrkjum íslenskt og gefum galla frá Noel Studios í jólagjöf – er það ekki eitthvað? 💭

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

Á ÓSKALISTANUM FYRIR HAUSTIÐ

Skrifa Innlegg