fbpx

NEW IN // TASKA ÚR VEGAN LEÐRI OG ENDURUNNUM PLASTFLÖSKUM

NÝTT

Í vikunni gerði ég mér loksins ferð á pósthúsið og sótti þar pakka sem beið mín. Ég nefnilega pantaði mér svo fallega tösku fyrir ekki svo löngu, ég er búin að bíða mjög spennt eftir henni! Um er að ræða tösku frá ekki svo vinsælu né þekktu merki sem heitir Friday by JW Pei, dótturmerki JW Pei. Merkið var stofnað árið 2016 og hefur frá byrjun verið með það að leiðarljósi að hanna einungis vörur sem eru sjálfbærar en á sama tíma miklar gæðavörur. Allar töskurnar þeirra eru úr 100% vegan leðri og eru öll fóðurefnin búin til úr endurunnum plastflöskum. Þetta heilaði mig alveg rosalega og fannst mér því tilvalið að styrkja þetta flotta fyrirtæki, sem vinnur í átt að fullri sjálfbærni ásamt því að gefa frá sér fallegar vörur.

Ég læt hér nokkrar myndir fylgja af fallegu nýju töskunni minni.


Ég er yfir mig ánægð með þessi góðu kaup og sé fram á að nota þessa tösku heilan helling.

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

AUÐVELDUR PAD THAI RÉTTUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    29. July 2019

    Flott taska !