fbpx

AUÐVELDUR PAD THAI RÉTTUR

ANNA MÆLIR MEÐUPPSKRIFTIR

Vantar þig hugmynd af kvöldmat? Þá mæli ég með þessum!
Í gær eldaði ég ljúfengan pad thai rétt. Ég hef náð að þróa uppskrift frá grunni sem ég er orðin mjög ánægð með. Mig vantaði reyndar nokkur hráefni sem ég nota vanalega en annars kom rétturinn mjög vel út. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni af þessum ljúfenga og auðvelda rétt.

Hráefni
1x stór bufftómatur
1x rauðlaukur
6x litlar paprikur (eða 1-2 stórar)
1x lúka af baunaspírum
1x lúka af steinselju –> einnig hægt að nota kóríander
2x egg –> má að sleppa
½ lime
4x hvítlauksrif
Skammtur af hrísgrjóna núðlum eða eins og í mínu tilfelli notaði ég glútenlaust spaghetti frá Rummo
–> Það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er í þennan rétt. Tilvalið þegar verið er að tæma ísskápinn.

Sósa
1 dl sojasósa
1 msk hrásykur
1 msk sesamolía
1 msk hnetusmjör –> má nota meira til þess að gera réttinn meira ‘creamy’
–> Upprunalega pad thai sósan inniheldur fiskisósu og tamarisósu en ég átti hvorugt til svo að ég notaði frekar þessi hráefni og hún smakkaðist alveg jafn vel !

Aðferð
1. Byrjar að sjóða vatn og sýður núðlurnar eftir leiðbeiningum
2. Skerð niður grænmetið og byrjar að steikja það uppúr olíu og hvítlauk. Leyfir þessu að malla í dágóðan tíma.
3. Á meðan pastað sýður og grænmetið steikist þá er sósan búin til. Öll hráefnin fyrir sósuna er sett ofaní skál og hrært saman þangað til að hún er silkimjúk.
4. Þegar núðlurnar eru tilbúnar þá eru þær skolaðar og bætt við ofaní grænmetið.
5. Brjótið eggin og leyfið þeim að stækjast ofaní sömu pönnu og grænmetið + núðlurnar eru. Þegar eggin eru orðin að eggjahræru er þessu öllu blandað saman.
6. Sósunni helt ofaní og öllu blandað saman. Kreistið lime yfir og leyfið að malla í nokkrar mínútur.
7. Stráið hnetum yfir og voila!
Buon appetito!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

FRAKKLANDS ÆVINTÝRI

Skrifa Innlegg