fbpx

FRAKKLANDS ÆVINTÝRI

CANNESFRANCELÍFIÐMONACOMONTE-CARLONICE

Jæja þá er ég komin heim til Milano eftir frábæra  daga í Frakklandi. Ég tek rútínunni fagnandi en ég er búin að vera meira og minna á flakki seinasta mánuðinn. Næstu tvær vikur mun ég taka því rólega hér í Milano en svo fer ég á flakk aftur. Á döfinni er árshátíðarhelgi með mínum bestu vinkonum í London og svo Íslandsheimsókn.
Mig langar að deila með ykkur ævintýrinu í Frakklandi, sem við eyddum mestmegnis í borginni Nice en við gerðum okkur líka ferð til Cannes og Monaco. Eins og ég sagði ykkur frá hér þá tók ég skyndiákvörðun og ákvað að fara með frændfólki mínu til Frakklands eftir að hafa verið með þeim ásamt minni fjölskyldu í Tuscany. Þetta var mjög góð ákvörðun hjá mér en ég hef heimsótt borgina Nice tvisvar áður og verð sífellt hrifnari af borginni. Hún er svo heillandi og falleg.
Í þetta skipti gistum við á Novotel sem er eitt af fáum hótelum í Nice með sundlaug, mikill plús í þessum hita.
Ef þið eruð hrifnari af því að liggja á ströndinni þá myndi ég mæla með að taka hótel nær ströndinni og vera með ‘strandarpassa’ innifalinn, þar sem að það kostar annan handlegginn að leigja sér bekk á ströndinni í einn dag.


Eina myndin sem var tekin af meirihluta hópsins var með bangsa-filter, hún verður að duga!

Þar sem að ég tók Emmu með mér þá vildi ég ekki vera mikið í sólbaði, hún þarf helst að vera í skugga í þessum hita. Því nýtti ég tímann í að labba um borgina, þar sem að ég uppgötvaði góða veitingastaði og markaði. Ég er mjög veik fyrir marköðum og get eytt tímum saman í að rölta um og skoða. Markaðurinn sem ég mæli með að kíkja á ef þið eigið leið hjá heitir Marché aux Fleurs en hann er staðsettur á Cours Saleya sem er í gömlu Nice. Frá þriðjudegi til sunnudags er hægt að finna þennan markað í miklum blóma- og matarbúning en á mánudögum umbreytist hann í antík markað – sem er í uppáhaldi hjá mér. Ég sá m.a. margar fallegar vintage Louis Vuitton töskur sem fönguðu augað, einnig var mikið um handsápur, lavender og fersk krydd. Hér fyrir neðan er brot af því sem heillaði mig.

Tréskálin og salatáhöldin fengu að koma með mér heim 

Við gerðum okkur ferð til Cannes einn eftirmiðdaginn og nutum dagsins þar. Cannes er yndisleg borg sem að ég mæli með fyrir alla að heimsækja við tækifæri. Það sem heillar flesta við Cannes eru snekkjurnar en í mínu tilfelli var það að sjálfsögðu antik markaðurinn sem var við höfnina og fallegi bakgarðurinn í Louis Vuitton. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli.

Við vorum mjög spennt að kíkja yfir til Monte-Carlo eitt kvöldið svo að ég pantaði borð á staðnum Buddah-Bar sem er mjög þekktur staður útum allan heim. Hann er m.a. einnig staðsettur í New York en þar fór ég á hann í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum. Æðislegur staður sem ég mæli eindregið með! Þar sem að við vorum í Monte-Carlo um kvöld þá gat ég ekki náð góðum myndum en ég læt nokkrar fylgja frá kvöldinu.



Og svo outfit frá seinasta kvöldinu. Kjóll sem ég keypti í mikilli flýti, einn eftir í stærð 40 .. ég lét það bara ganga upp!


Takk fyrir að lesa og þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

 

OUTFIT Í CANNES

Skrifa Innlegg