fbpx

OUTFIT Í CANNES

FRANCELÍFIÐMANGOOUTFITSUMMER

Jæja núna gefst mér loks smá tími til þess að skrifa færslu, seinustu dagar hafa verið æðislegir hér í Nice og á ég nokkra daga eftir þangað til að ég fer aftur til Milan. Í gær ákváðum við að gera okkur ferð til Cannes sem er yndisleg borg hér á frönsku riveríunni. Cannes er þekktust fyrir frægu kvikmyndahátíðina, Cannes Film Festival ásamt því að vera vinsæll áfangastaður hjá hinum ríku og frægu.
Ég læt nokkrar myndir fylgja af því sem ég klæddist í gær en ég mun að sjálfsögðu gera sér færslu fyrir Frakklands ævintýrið sem mun innihalda margar skemmtilegar myndir.Blússa : Zara
Pils : Monki
Sandalar : Zara
Taska : Prada
Sólgleraugu : Mango

Ég er dolfallin yfir þessum sandölum sem ég fékk á útsölunni í Zöru á dögunum, elska öll litlu smáatriðin á þeim. Ég hef verið að sjá mikið af skóm með þessu detail-i í kringum stóru tá, svokallað ‘toe strap’.

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra að þessu sinni, það er kominn tími á sólbað og rölt um Nice!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

SEINUSTU DAGAR ..

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. sigridurr

  14. July 2019

  Love it! x

  • Anna Bergmann

   15. July 2019

   <3