Góðan daginn gráa og haustlega Reykavík ☔️
Ég nældi með í fyrsta tölublað Vogue Scandinavia á dögunum, það fæst ekki í búðum heldur er einungis hægt að panta það á netinu hér en þar er líka hægt að kaupa sér net-áskrift. Mér finnst erfitt að lesa blöð og bækur í gegnum skjá-i og svo er það eitthvað svo frábær tilfinning að hafa glænýtt tölublað í höndunum.
Hlý prjónapeysa, nýtt Vogue og kaffibolli á mánudegi. Ansi góð byrjun af nýrri viku fyrir mér. Ég er búin að eiga erfitt samband við kaffi eftir að ég varð ólétt og hef undanfarið tengt lyktina og bragðið við morgunógleði sem er mjög leiðinlegt fyrir mikla kaffikonu eins og sjálfa mig. Ég er hægt og rólega að byrja að drekka kaffi aftur og ég finn að ég þarf einn bolla á dag, sérstaklega í þessu gráa veðri. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en vil að lokum minna ykkur á að vera góð við ykkur í haustlægðinni, ég mæli með góðum kaffibolla, kertaljósum og þykkri prjónapeysu ..
Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg