fbpx

MÆÐGNAFERÐ TIL PARÍSAR

FRANCEPARIS

Ég ætla loksins að deila með ykkur Parísarferðinni sem ég fór í með mömmu minni og systur núna í september. Ég var að heimsækja borgina í fyrsta skipti og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Fyrstu dagana röltum við um alla París, heimsóttum helstu túristastaðina, borðuðum góðan mat og nutum í botn. Ég elska að fara í borgarferðir og vera ekki með of mikið planað, það er svo yndislegt að leyfa borginni að fara með sig á mismunandi staði og leyfa sér að njóta í leiðinni.
Við ákváðum að panta ekkert út að borða en ég var með nokkra staði skrifaða niður sem mig langaði að fara á þ.á.m Café de Flore, Season og Citron en ég ætla að deila með ykkur minni upplifun á þeim seinasta í sér færslu.
Mamma og systir mín fóru svo aftur til Íslands en ég og Emma vorum eftir í nokkra daga til þess að vinna í smá leyniverkefni sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur!

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra heldur ætla ég að leyfa myndunum að tala sínu máli –












Þetta var æðisleg ferð hjá okkur mæðgum og mun ég klárlega heimsækja borgina aftur í komandi framtíð!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

EINN DAGUR, TVÖ OUTFIT

Skrifa Innlegg