fbpx

EINN DAGUR, TVÖ OUTFIT

OUTFIT

Í gær átti ég svo sannarlega frábæran dag en mér var boðið á svokallað ‘presentation’ hjá TOD’s og kokteilboð seinna um kvöldið. Ég er búin að vera með flensu síðan að ég kom frá París en reyndi eins og ég gat að leggja hana til hliðar í gær, því miður er það að koma aftan að mér í dag – en hvað gerir maður ekki fyrir tískuviku! Núna er tískuvikan hér í Milan að taka enda og var því ansi margt að gerast um helgina. Tískustjörnur á hverju horni og hver annari flottari.
Ég mun deila með ykkur myndum frá kynningunni hjá TOD’s og kokteilboðinu en ég læt outfit færslu duga í dag! Um var að ræða tvo atburði og þurfti ég því auðvitað að velja mér tvö outfit ;)

Fyrsta outfit –Blazer : Zara
Taska : Zara
Sólgleraugu : Mango
Skór : Louis Vuitton

Seinna outfit –Jakki / kjóll : Zara
Taska : Gucci
Skór : Zara

Eins og kannski sést þá er ég mikill Zöru perri .. en ég fékk ansi margar spurningar varðandi seinni skónna og héldu margir að þetta væru Manolo Blahnik. Fyrir ykkur sem vita ekki hvaða merki það er þá gef ég ykkur eina vísbendingu, bláu skórnir sem Carrie Bradshaw skildi eftir í penthouse íbúðinni hjá sér og Mr Big .. Gullfallegir skór sem mig dreymir um og ætla mér að láta þann draum rætast einn daginn!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

JENNIFER LOPEZ LOKAÐI FYRIR VERSACE Á MFW

Skrifa Innlegg