fbpx

JENNIFER LOPEZ LOKAÐI FYRIR VERSACE Á MFW

Það hefur varla farið framhjá neinum að drottningin Jennifer Lopez lokaði Versace sýningunni á Milan Fashion Week í gærkvöldi. Myndirnar af henni tröllriðu samfélagsmiðlum og var erfitt að komast hjá því að sjá frá sýningunni. Versace er eitt stærsta ítalska fatamerkið á luxury markaðnum og eru sýningarnar þeirra alltaf mjög áberandi á hverri tískuviku. Þar er hægt að sjá öll helstu andlitin bæði gangandi á pallinum og sitjandi sem áhorfendur – algjör sprengja af frægu fólki!
Tískuvikan í Milan byrjaði í vikunni og klárast núna á mánudaginn, ég hef sitið spennt við tölvuna og fylgst með öllum helstu sýningunum og náð að anda inn tískunni bara með því að stíga út úr húsi – það er alveg augljóst að eitthvað sé um að vera í borginni, hér eru ljósmyndarar á hverju horni og allir í sýnu fínasta pússi.

Versace sýndi línuna sína í gær fyrir SS ’20 í gærkvöldi, sýningin var haldin á safninu Palazzo Delle Scintille í Milan. Risastórt gulllitað pálmatré og grænn bakgrunnur tók á móti áhorfendum sem var svo sannarlega góð vísbending fyrir komandi glaðning.
Á Grammy verðlaununum árið 2000 klæddist Jennifer Lopez hinum umtalaða græna kjól frá Versace, sem m.a. varð til þess að Google Images varð til – svo oft var googlað eftir kjólnum. Í ár ákvað Donatella að koma öllum á óvart en sjálf J Lo lokaði sýningunni í kjólnum frá því árið 2000, auðvitað með smá breytingum.Ég bilast, hvernig er hægt að vera svona flott og það fimmtug – algjör fyrirmynd fyrir okkur kvenþjóðina, hún geislar af heilbrigði!
Fyrir utan það hversu flott hún J Lo er þá átti ég fleiri uppáhalds look frá sýningunni og langar mig að deila þeim með ykkur. Oft hefur Versace einungis verið að sýna flíkur bara með þeirra iconic mynstri en fyrir þetta season sást meira af einlitum flíkum með fallegum smáatriðum.
Hér má sjá brot af mínum uppáhalds –Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

 

OUTFIT Í PARIS

Skrifa Innlegg