fbpx

LOKASKIL OG ANDLEG UPPGJÖF

PERSÓNULEGTSJÁLFSVINNA

Halló halló halló !! Mér finnst eins og ég sé ekki búin að vera tengd umheiminum í alltof langan tíma, ég er loksins búin í lokaskilum – mínum seinustu við háskólann Istituto Marangoni. Síðastliðnar vikur hafa verið ansi strembnar og er ég í raun búin að vera undir brjáluðu álagi seinustu 4 mánuði. Ég þurfti að byrja með að flýja til Íslands vegna COVID á Ítalíu, bíða eftir að komast til baka til að pakka búslóðinni og flytja elsku Emmu heim – ofaná allt var ég í fullu námi, á mínu seinast ári. En ég er loksins búin. Álagið bankaði uppá og lét finna fyrir sér daginn sem að ég varði lokaritgerðina mína, ég vaknaði fárveik og máttlaus .. en ég náði að bruna í gegnum daginn með hor í nös og mikla verki í öllum líkamanum. Ég er öll að koma til en þetta var góð áminning um að hugsa vel um sig, sérstaklega þegar maður er undir miklu álagi.

Næstu dagar fara í algjöra slökun, sjálfsvinnu og aðlögun hjá Emmu. Hún er búin að standa sig eins og hetja en seinustu mánuðir hafa ekki síður verið erfiðir fyrir hana. Hún er smá óörugg eftir einangrunina en fólkið á Mósel (einangrunarstöðin) hugsaði samt sem áður ótrúlega vel um hana, þar var hún dekruð í döðlur. Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með henni uppgötva Ísland. Hún er m.a. að sjá ketti í fyrsta skipti, þar sem að það eru fáir sem engir útikettir í Milano. So far hefur henni líkað vel og sérstaklega veðrið, hitinn á Ítalíu fór ekki vel í mína dömu svo að ég hugsa að hún muni vera ansi sátt í rokinu hér ;)



Prinsessan á bauninni hefur varla farið úr fanginu mínu .. algjör dásemd <3

Takk fyrir að lesa x
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HEIMAGERT GRANOLA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. Anna

    19. June 2020

    Sætasti hundur sem ég hef séð <3

    • Anna Bergmann

      22. June 2020

      <3

  2. sigridurr

    20. June 2020

    tengi <333 ert sterk!

    • Anna Bergmann

      22. June 2020

      knús til þín x

  3. Helgi Ómars

    20. June 2020

    Elsku rófan – gaman að fá að fylgjast með henni. Og til hamingju með skil!! xx

    • Anna Bergmann

      22. June 2020

      Takk elsku Helgi minn xx