fbpx

HEIMAGERT GRANOLA

UPPSKRIFTIR

Gleðilegan mánudag kæru lesendur. Ég byrjaði daginn rólega og einblíndi á andlegu hliðina, mér finnst það hjálpa mér að móta vikuna og koma mér í gott jafnvægi. Núna eru einungis 3 vikur í lokaskil hjá mér og eftir það mun ég útskrifast – loksins ! Því þarf ég heldur betur á góðu jafnvægi að halda. Ég ákvað að búa mér til granola í hádegismat, það er svo gott með ferskum berjum og góðu jógúrti. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni.

Heimagert granola
Hafrar
Pistasíukjarnar
Kasjúhnetur
Valhnetukjarnar
Graskersfræ
Kókosflögur
Hunang & kanill

Bakað við 180°C í 20 mínútur.
Ps. ég notaði ekkert sérstakt magn heldur notaði ég bara það sem ég átti.




Borið fram með Oatly jarðaberja jógúrti og ferskum jarðaberjum.
Namm namm namm, dásamlegur hádegismatur!

Takk fyrir að lesa!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

RAKAKREMIÐ MITT FÆR GULLVERÐLAUN // GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg