fbpx

KÁPUR Á ÓSKALISTANUM FYRIR HAUSTIÐ

Á ÓSKALISTANUMHAUST

Jæja þá er uppáhalds árstíðin mín að ganga í garð, dásamlega haustið. Kertaljós og kápur – tvenna sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Eins og þið flest vitið þá flutti ég frá Milano í byrjun sumars, ég flutti vægast sagt í mikilli flýti og gaf þar af leiðandi mikið af fötunum mínum í góðgerðastarf. Sem er að sjálfsögðu frábært EN í flýti minni gaf ég frá mér kápu sem ég hélt mikið uppá. Ég er því búin að ákveða að ég ætla að kápa mér fallega kápu fyrir haustið og veturinn. Mig langar í hlýja og tímalausa kápu sem ég get notað í mörg ár. Ég setti saman smá óskalista sem mig langar að deila með ykkur og vonandi get ég hjálpað einhverjum í svipuðum pælingum.

Frá : Ganni
Frá : Arket
Frá : ZaraFrá : Zara
Frá : Weekday
Frá : COS
Frá : By Malene Birger

Ég er svo skotin í þessari army grænu frá By Malene Birger, sterkar axlir og stór kragi – bello bello bello ! Ég vona að þessi óskalisti hjálpi einhverjum sem er í kápu-hugleiðingum fyrir haustið.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

DÖKKT HÁR FYRIR VETURINN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1