fbpx

DÖKKT HÁR FYRIR VETURINN

HAUSTLÍFIÐ

Ég fór í langþráða ferð til elsku Tótu minnar á Stofuna, Hárstúdíó. Það var orðið ansi langt síðan að ég lét laga hárið, endarnir voru orðnir slitnir og ljótir og svo var ég með óvelkominn gulan tón í hárinu. Þessi guli tónn myndaðist eftir að ég lét taka svarta litinn úr hárinu mínu í Milano. Það var notað aflitunarefni þar sem að svarti liturinn var svo sterkur. Ég er því búin að vera í basli með hárið mitt og guli tónninn varð extra mikill eftir sólina í sumar. Ég treysti engum fyrir hárinu mínu nema elsku Tótu, hún er fagmaður fram í fingurgóma og veit nákvæmlega hvað hún er að gera. Þessi færsla er ekki borguð heldur langaði mig bara að deila með ykkur fagmanni í sínu fagi sem fær 10 af 10 frá mér.

Oftast þegar ég fer í klippingu þá geri ég risa breytingar en núna er ég að safna hári og langaði því einungis að dekkja litinn fyrir veturinn. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna, súkkulaði brúnt fyrir veturinn – love it. Ég ætla að deila með ykkur útkomunni.

Fyrir og eftir 

Er svo ánægð með lokaútkomuna! Svo er líka mikilvægt að dekra við sjálfan sig og þá er klipping / litun fullkomið tækifæri.

Knús til ykkar allra og eigið góða helgi,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

VEGFERÐ AÐ RÚTÍNU

Skrifa Innlegg