fbpx

IRINA SHAYK FYRIR MARS ÚTGÁFU VOGUE

Ofurfyrirsætan Irina Shayk prýðir mars útgáfu Vogue. Þar ræðir hún við Edward Enninful um að vera einhleyp móðir, að vera frá Sovétríkjunum og öll þau áföll sem hún hefur gengið í gegnum og sigrast á. Sjálfri finnst mér alltaf gott að lesa svona persónuleg viðtöl við þessar frægu, fallegu konur sem okkur langar öllum að vera. Þær eru mannlegar rétt eins og við og ganga í gegnum áföll, tækla fjölskylduvandamál og hversdagslífið á hverjum degi.Myndir frá Vogue

Myndirnar að ofan eru þær sem búið er að birta frá Vogue. Ég ætla að næla mér í breska Vogue þegar það kemur út en við ættum að búast við því á blaðastöndum í lok janúar.
Irina er mikill Íslandsvinur en hún heimsótti landið okkar eftir skilnaðinn við Bradley Cooper. Hún var mjög hrifin af landinu okkar og var m.a. í tökum hér fyrir ítalska merkið Falconeri sem var skotið við Jökulsárlón. Hluta af myndunum frá Falconeri má sjá hér fyrir neðan.Myndir frá Falconeri

Ég veit ekki með ykkur en ég er spennt að næla mér í nýjasta Vogue og lesa um hversdagslífið hennar Irina. Það er svo gott að sjá þetta fræga fólk sem mannlega einstaklinga sem við getum litið upp til.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

VEGAN LASAGNE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    29. January 2020

    Sammála!
    Og ég elska Vogue myndirnar af henni <3