fbpx

HELGARFRÍ Í LONDON

LÍFIÐLONDONSUMMER

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur .. Ég vona að þið séuð að taka því rólega og hlaða batterýin fyrir komandi viku. Sjálf var ég að koma úr frábærri göngu í Paradísardal og ætla að taka því rólega fram að kvöldi. Ég hef verið önnum kafin síðan að ég kom til Íslands og hef eytt seinustu dögum í að hitta fjölskyldumeðlimi og vini ásamt því að borða mikið af góðum mat og anda að mér fersku íslensku lofti – það er ekki hægt að toppa það!
Ég skulda ykkur ennþá færslu um ferðina mína til London en hér deildi ég með ykkur outfitti sem ég klæddist á seinasta deginum mínum þar. Það eru kannski ekki margir hér sem vita það en ég bjó í London í rúm tvö ár og á ég því marga kæra vini og vinkonur þaðan sem ég sakna mikið. Því var yndislegt að geta kíkt í stutt helgarstopp til gamla ‘heima’.
Ég fór á kaffihús, borðaði ljúffengan mat, hitti gamla vini og hló mikið. Frábær ferð í alla staði sem ég mun geyma við hjartastað um ókomna tíð.

Ég ætla að deila með ykkur myndum frá ferðinni ..Fyrsta daginn var ég ein á ferð og nýtti ég því daginn á röltinu. Ég elska að vera ein að rölta með góða tónlist í eyrunum, ég get alveg gleymt mér og finnst oft eins og ég sé ein í heiminum – tengir einhver?
Eftir vinnu hjá vinkonum mínum hittumst við á mjög skemmtilegum underground bar sem heitir Tonight Josephine í Waterloo.Rölt um borgina með stelpunum mínum, Örnu og Sigurbjörgu. Áður en að við drifum okkur heim í kjóla fórum við á staðinn Sketch, þar er hægt að kíkja í drykk, eftirmiðdags-te og kvöldmat – ég mæli með.
‘Árshátíðarkvöldið’, þá dressuðum við vinkonurnar okkur upp og fórum út að borða og skemmtum okkur konunglega.
Við fórum á æðislegan veitingastað sem heitir Lucky Cat en hann er í eigu Gordon Ramsay.
Ég fékk mikið af spurningum varðandi kjólinn sem ég klæddist en hann er frá Zara og skórnir líka!


Dagur eyddur í Shoreditch, mínu uppáhalds hverfi í London. Ég vann í Shoreditch þegar ég bjó í London og þykir mér því ansi vænt um hverfið. Þar ríkir mikil hipster og listamanna menning sem ég elska, einnig er hægt að finna mikið af fallegum vintage búðum, skemmtilegum brunch stöðum og rooftop börum. Ég mæli með að kíkja ef þið eigið leið hjá!
Ég vona að þið hafið haft gaman af öllum þessum myndum!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

OUTFIT Í LONDON

Skrifa Innlegg