fbpx

OUTFIT Í LONDON

NÝTTOUTFIT

Jæja núna er ég stödd á Íslandinu góða eftir frábæra helgi í London. Ég mun á næstu dögum fjalla um ferðina og hvað við stelpurnar gerðum en í þetta skipti ætla ég að sýna ykkur frá outfitti sem ég klæddist. Ég ætlaði mér ekki að kaupa neitt sérstakt en  að sjálfsögðu gerði ég mér ferð í Selfridges, Topshop, Boots og fleiri búðir. Ég nældi mér í fallegan silkikjól frá Topshop sem ég klæddist þegar við vinkonurnar gerðum okkur ferð í brunch í mitt uppáhalds hverfi, Shoreditch.Kjóll : Topshop
Taska : Prada
Sólgleraugu : Mango
Skór : Yeezy 700

Ég sé fram á að nota þennan kjól við mörg tilefni, bæði berleggja og við gallabuxur. Mér þykir það ansi hentugt með svona kjóla hvað hægt er að dressa þá upp og niður, bæði við flotta strigaskó sem og hæla – love it !

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

INDVERSKUR KARRÝRÉTTUR MEÐ RÆKJUM OG KJÚKLINGABAUNUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    16. August 2019

    Flottust! x