fbpx

HAUST OUTFIT

NÝTTOUTFIT

Ég býð haustið hjartanlega velkomið en það lítur allt út fyrir að það sé komið til að vera, allavega miðað við veðrið í gær og í dag. Ég persónulega er mjög hrifin af haustinu og lít alltaf á það sem nýjan kafla í lífi mínu. Ég fer aftur út til Milan eftir nokkra daga og get með glöðu geði sagt að ég sé mjög spennt fyrir komandi vetri. Seinasta árið í háskólanum er að byrja og býst ég við að þetta skólaár verði mjög skemmtilegt og lærdómsríkt.
En að haustinu .., það sem einkennir haustið fyrir mér er nýr skóbúnaður, chunky peysur og yfirhafnir. Ég sjálf er algjör kuldaskræfa og elska því að layer-a og klæðast hlýjum flíkum. Fyrr á dögunum klæddist ég neðangreindu outfitti, í nýjum boots sem ég er svo hrifin af, chunky peysu í þessum fallega gula lit og þægilegum gallabuxum sem hægt er að nota við allt og öll tilefni.

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli,


Peysa : Baum und Pferdgarten
Boots : Ilse Jacobsen
Gallabuxur : Weekday / Fit: Thursday
Sólgleraugu : Saint Laurent

Fyrir mér er þetta hið fullkomna haust outfit en það vantar reyndar yfirhöfnina. Ég mun að öllum líkindum ekki eiga kost á að klæðast þykkum peysum og kápum fyrr en í lok Október þar sem að það er ennþá svo heitt í Milan. En að sjálfsögðu kvarta ég ekki yfir því!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann
anna@trendnet.is

HELGARFRÍ Í LONDON

Skrifa Innlegg