fbpx

HAUST Í MIÐBORGINNI // OUTFIT

HAUSTOUTFIT

Haustið hefur lagst yfir miðborgina og ég samsvaraði því fullkomnlega í gær .. í þremur lögum af fötum. Ég elska haustið með heitan bolla á rölti um miðborgina – dásamlegt. Annars er ég varla búin að fara úr skónnum sem ég fékk mér úr línu Andreu Rafnar í samstarfi við JoDis. Týpan sem ég valdi mér heitir UNA og ég er vægast sagt ánægð. Eins og ég sagði þá hef ég varla farið úr skónnum, þeir eru þægilegir, passa við allt og eru einfaldlega tímalausir. Love them. Línan í heild sinni fæst í Kaupfélaginu en ég veit að margar týpur eru uppseldar – ég hef aftur á móti heyrt að það muni koma ný sending fyrr en síðar.

Ég fékk margar spurningar varðandi outfittið sem ég klæddist í gær og deili ég því með ykkur hér.

Leðurskyrtujakki : Zara
Rúllukragabolur : Weekday
Ullarvesti : H&M
Gallabuxur : Weekday, týpan heitir Thursday
Skór : JoDis by Andrea Röfn, týpan heitir Una
Taska : Zara

Dress í miklu uppáhaldi, kannski svolítið svart en ég poppaði það upp með töskunni. Það mætti segja að taskan væri second hand en mamma keypti hana fyrir mörgum árum og ætlaði að gefa hana fyrr í sumar, ég ákvað aftur á móti að næla mér í hana en ég sá mikið notagildi í henni enda hef ég varla notað aðra tösku síðan.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

KÁPUR Á ÓSKALISTANUM FYRIR HAUSTIÐ

Skrifa Innlegg