fbpx

GLEÐILEGT SUMAR

LÍFIÐ

Gleðilegt sumar kæru lesendur Trendnet. Ég ætlaði að setja þessa færslu inn á fimmtudaginn en Máni minn á alla athyglina mína svo það gleymdist að sjálfsögðu. Ég verð að viðurkenna að ég er ansi glöð að finna fyrir meiri dagsbirtu, sól og smá hlýju – það er svo gott fyrir sálina. Það er loksins komið frábært veður fyrir göngutúra en það var ansi erfitt í byrjun árs. Ég og Máni höfum því verið að fara daglega út. Hann stækkar svo hratt og er orðinn vanur því að hanga með mér á kaffihúsum og vera í kringum mikið af fólki. Hann einfaldlega elskar það! Sumarið okkar mun einmitt einkennast af því, kaffihús og göngutúrar. Það eru bjartir og skemmtilegir tímar framundan, ég get ekki beðið!

Sumarkveðja,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

KÆRKOMIÐ PÁSKADEIT

Skrifa Innlegg