fbpx

KÆRKOMIÐ PÁSKADEIT

FÆÐINGARORLOFIÐMATURREYKJAVÍK

Við Atli vorum svo heppin að fá pössun fyrir Mána okkar í eina kvöldstund. Við Atli höfum verið dugleg að gefa hvor öðru einstaka fríkvöld, ég hef farið að hitta vinkonur, hann að hitta vini og svo höfum við fengið pössun fyrir Mána í nokkur skipti. Það er svo mikilvægt að fá smá pásu og rækta sjálfan sig og jú sambandið. Ég ákvað það strax að ég ætlaði ekki að gleyma sjálfri mér, ég er orðin mamma en ég er samt ennþá einstaklingurinn ég. En nóg um það .. Við Atli fórum nú ekki langt en Héðinn varð fyrir valinu. Við búum hliðin á svo það hentaði vel að trítla þar yfir á deitnight. Maturinn þar veldur aldrei vonbrigðum og svo finnst mér stemningin ekki skemma fyrir. Ég mæli með tígirsrækjusalatinu en ég vel mér það nánast alltaf. Við ákváðum svo að kíkja í drykk á Uppi Bar, einstaklega huggulegur staður og fullkominn fyrir deit.

Ég fékk spurningu út í buxurnar svo ég fæ að svara því hér. Þær eru nýjar og eru frá merkinu Envii. Sé fram á að nota þær einstaklega mikið, þær eru bæði klæðilegar og hægt að dressa bæði upp og niður. Við elskum mikið notagildi ekki satt!?

Buxur – Envii
Toppur – Nasty Gal
Skór – JoDis by Andrea Röfn
Taska – Prada

Gleðilega páska,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

Sunnudagur

Skrifa Innlegg