fbpx

ERUM VIÐ AÐ EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?

LÍFIÐMEÐGANGAPERSÓNULEGT

Við fjölskyldan áttum skemmtilega viku en við fengum að vita kynið á litla krílinu okkar. Ég er svo óþolinmóð að ég gat ekki ímyndað mér að bíða eftir 20 vikna sónar svo við kíktum í 17 vikna sónar hjá 9 mánuðum. Við Atli fengum að vita kynið um leið en héldum því fyrir okkur í einn dag. Við buðum svo fáum fjölskyldumeðlimum í hamborgaraveislu og sprengdum svokallaða kynjablöðru. Mjög einfalt og skemmtilegt. Mér fannst ótrúlega gaman að koma fjölskyldunni svona á óvart, þau fengu öll að giska en aðeins einn aðili hafði rétt fyrir sér. Hvað heldur þú? Skrollaðu niður til að sjá hvort við eigum von á stelpu eða strák.

Það er drengur á leiðinni !! Við getum einfaldlega ekki beðið eftir janúar og litla prinsinum okkar. Ég er nú þegar byrjuð að versla aðeins af fötum og við erum búin að fá svo fallegar gjafir. Elsku litli prinsinn minn, mamma getur ekki beðið eftir þér 💙

Eins væri ég alveg til í að fá ráð varðandi föt, hvar fást fallegustu barnafötin? Ég er voðalega hrifin af unisex klæðnaði og litum. Ef þið lumið á ráðum þá væri það vel þegið að skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan eða senda mér skilaboð hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

GÓÐAN DAGINN

Skrifa Innlegg