fbpx

DRAUMA YFIRHÖFN FRÁ GANNI

Á ÓSKALISTANUM

Ég má til með að deila með ykkur yfirhöfn sem ég er mjög skotin frá Ganni. Um er að ræða tech/ullarkápu sem hægt er að nota á tvenna vegu. Tveir fyrir einn, er það ekki frekar hagstætt..? ;)


Algjör draumur að mínu mati og fullkomin yfirhöfn fyrir komandi vetur. Ég er mjög hrifin af fallegum detail-um, líkt og á þessari kápu er beltið og kraginn algjörlega að gera punktinn yfir i-ið. Skoðið betur hér.
Ég hef aðeins verið að fylgjast með Ganni og þeirra þróun frá sumarlínunni yfir í vetrarlínuna og ég verð að segja, ég er mjög hrifin. Kápurnar, stígvélin og peysurnar frá merkinu eru algjör draumur og langar mig í allt frá þeim. Kannski verð ég svo heppin að næla mér í eitthvað fallegt frá þeim, það er aldrei að vita!

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

LÍFIÐ Í MILANO

Skrifa Innlegg