fbpx

CITRON // JACQUEMUS X KASPIA

ANNA MÆLIR MEÐFRANCEMATURPARIS

Jæja ég er búin að ætla að deila þessari færslu alltof lengi, ég fékk margar spurningar varðandi kaffihús sem ég heimsótti þegar ég var í París. Umtalað kaffihús heitir Citron sem var gert í sameiningu af Simone Porte Jacquemus og Caviar Kaspia. Citron var opnað fyrr á árinu og er staðsett í Galeries Lafayette við Champs-Élysées.
Það eru flestir, ef ekki allir í tískuheiminum sem kannast við nafnið Simone Jacquemus þar sem að hann er eigandi merkisins Jacquemus. Merkið hefur svo sannarlega verið áberandi síðustu misseri og þrá allflestir í tískubransanum að eignast tösku eða flík frá Jacquemus. Það sem hefur einkennt merkið undanfarið eru töskurnar sem bera nafnið Le Chiquiti og koma í öllum stærðum, svo litlar að þær eru notaðar sem armbönd .. Mjög skemmtilegar pælingar á bakvið hönnunina og ég verð að viðurkenna, ég er heilluð og væri alveg til í að eignast eina svona litla ;)
En að kaffihúsinu .. Á seinasta deginum okkar Emmu í París ákvað ég að nýta tækifærið og heimsækja þetta fræga kaffihús sem hefur verið fjallað um á flestum tískufréttaveitum. Ég var svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Citron er ‘mjög Jacquemus’ og minnir á bæjartorg í Suður-Frakklandi. Staðurinn er skreyttur hátt og lágt með sítrónum, fallegum stórum kerum sem innihalda sítrónutré og húsgögnum í ljósum við. Á matseðlinum er hægt að finna rétti sem eru hannaðir út frá matarmenningunni í París. Þar á meðal kökur og sætabrauð frá bakaríinu Stohrer, konfekt og sælgæti frá A La Mère de Famille, brauð frá Anthony Courteille og fersk hráefni frá Les Bergers St Eustache svo eitthvað sé nefnt. Matseðilinn er mjög franskur og hefðbundinn, en ég fór að sjálfsögðu beinustu leið í kökurnar ..
Þau hafa hannað svokallaða ‘sítrónuköku’ sem lítur út eins og sítróna. Hún er hörð að utan og þarf maður að brjóta hana til þess að komast að innihaldinu, sem var í mínu tilfelli ljúffeng heslihnetumús. Ég fæ vatn í munninn bara við tilhugsunina um þennan góða eftirrétt, matgæðingurinn í mér skein sínu skærasta !

Ég tók nokkrar myndir og ætla leyfa þeim að tala sínu máli,

Spottið Emmu .. 



Ég mæli með að þið gerið ykkur ferð á þetta sérlega fallega og skemmtilega kaffihús ef þið eruð á leiðinni til Parísar!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

TEDx REYKJAVÍK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

    • Anna Bergmann

      16. October 2019

      Bilast en fyndið hahah, þessar töskur eru svo sætar en það er í raun enginn tilgangur með þeim – nema bara fyrir lookið ;)