fbpx

AFMÆLISHELGIN MÍN

LÍFIÐPERSÓNULEGT

Ég er búin að vera smá upptekin seinustu daga/vikur og hef ekki náð að vera jafn dugleg hér eins og ég hefði viljað – EN núna mun það breytast. Það styttist í jólin og ég er með helling af færslum sem ég ætla að deila með ykkur.

Ég átti afmæli seinasta sunnudag og hélt ég að sjálfsögðu uppá það, ég er mikil afmæliskona og finnst fátt skemmtilegra en að eiga afmæli. Atli tók forskot á sæluna en hann byrjaði að halda uppá afmælið mitt á laugardaginn. Hann og Breki, sonur hans, skreyttu, bjuggu til brunch og vöktu mig með kertum og knúsum. Annars var afmælishelgin dásamleg í alla staði, ég fékk að gera mig fína, fór út að borða, fékk margar fallegar kveðjur og naut mín í botn – fullkomin afmælishelgi að mínu mati. Ég tók ekki margar myndir en tók þó nokkrar og ætla að deila þeim með ykkur, ég mun svo gera sér færslur um það sem ég klæddist hverju sinni og deila með ykkur.

Er enn í hamingjubúblu eftir þessa dásemdar helgi.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

PUMPKIN LJÓS Í JÓLAGJÖF TIL ÞÍN? // GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg