fbpx

GRÆNA SMIÐJA BIOEFFECT – MAGNAÐUR DAGUR

AndreABEAUTYBIOEFFECTÍSLENSKTSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við Bioeffect //
Okkur var boðið að skoða Grænu smiðju Bioeffect í Grindavík .
Aldís Pálsdóttir tók myndirnar.

BIOEFFECT / GRÆNA SMIÐJAN

Okkur var boðið að koma og skoða Grænu smiðjuna, svona byrjar bloggið en í sannleika sagt þá hefur mig dreymt um að fara þangað síðan ég veit ekki hvenær og ég setti mig í samband við stelpurnar sem ég þekki  hjá BIOEFFECT og bað þær um að leyfa mér að koma.  Ég hef notað vörurnar frá þeim frá upphafi eða í um 8 ár.  Ég þekki vörurnar mjög vel og hélt að ég vissi nánast allt um þær en svo var ekki.   Ég var heilluð fyrir en er núna eitthvað miklu meira en það.
(Fyrir áhugasama skrifaði ég um það hvernig ég nota vörurnar HÉR.)

Grænu smiðjuna hafði ég bara séð á myndum en að skoða verksmiðjur og framleiðslustaði er bara eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.
Ég hef farið í verskmiðjur út um allan heim, þó aðallega tengdar fata, skó  og fylgihluta framleiðslu en þó nokkrar í Grasse í Frakklandi sem framleiða ilmvötn og fleira.
Það er langt síðan að ég fór að dást af framleiðslunni hjá Bioeffect, það sem heillaði mig  mest er hversu mikið (ef ekki allt)  er framleitt hér á Íslandi.  Mér finnst það svo heillandi á svo marga vegu,  bæði að við séum að skapa atvinnu fyrir okkar fólk og að notast við bestu mögulegu hráefnin.  Ísland spilar stóran sess í gæðum og velgengni Bioeffect með hreinu vatni og náttúrulegum jarðvarma.

Hér “in the middle of nowhere” eða í Grindavík gerast töfrarnir …. Þetta er GRÆNA SMIÐJAN.

 Mynd af síðu Bioeffect.com

Dagurinn byrjaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins þar sem við fengum að hitta “rokkstjörnuna” eða vísindamanninn Dr. Björn,  hann fræddi okkur um vöruna, hvernig hún er búin til og sagði okkur frá sögu fyrirtækisins.
Aldís Pálsdóttir ljósmyndari var með okkur í hópnum og tók allar þessar fallegu myndir,  minningar eru ómetanlegar TAKK Aldís ♡




Hópurinn … AndreaÁlfrún PálsRakel TómasdRósa María Inga RósaKolbrún Pálína Aldís Pálsdóttir – Bergljót & Dr. Björn meðstofnandi og framkvæmdarstjóri rannsókna & nýsköpunar.



Þegar það eru tveir ljósmyndarar í hópnum þá gerast góðir hlutir :) Aldís að mynda & Begga að stilla upp #fagmenn

Rósa María, Kolbrún Pálína, Inga Rósa, Álfrún, Rakel Tómasd, Andrea, Bergljót & Aldís Páls


Það er svo magnað að allir töfrarnir verði til í svona litlu bygg fræi, við fengum meira að segja að smakka þau, bragðið kom á óvart en það var pínu sætt.
BI­OEF­FECT þróuðu fyrst allra aðferð til að framleiða EGF í byggi en EGF frumuvakar auka framleiðslu kollagens í húðinni og viðheldur þéttleika hennar og heilbrigði.
Í stuttu máli þá hægir EGF á öldrun húðarinnar.
Byggið sem notað er við fram­leiðsluna er ræktað í þessari há­tækni­legu og vistvænu gróðursmiðju.

já ég viðurkenni það ég er “starstrucked” – Þessi maður er snillingur.

Sjá hvað okkur þykir þetta áhugavert !

… Þegar maður nær myndavélinni af Aldísi og fær að smell af.

Ísland bauð upp á ókeypis hárblástur þennan daginn :)

Við vorum allar yfir okkur hrifnar og ótrúlega glaðar með daginn, eiginlega þannig að það er erfitt að koma því í orð …
Þetta var með skemmtilegri dögum í manna minnum, algjörlega magnað.
TAKK fyrir okkur BIOEFFECT

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

HELGIN... LITLU HLUTIRNIR

Skrifa Innlegg