fbpx

ÍSLENSKIR TÖFRAR Á MÍNA HÚÐ !

BEAUTYSAMSTARF
* 30 daga meðferina fékk ég að gjöf

 

BIOEFFECT !

Hvar á ég að byrja ?  …  Byrja á því að segja ykkur að þetta eru mínar allra allra uppáhalds húðvörur en ég er þannig týpa að ef ég kynnist einhverju sem virkar og er gott þá held ég mér við það.  Þannig er það með Bioeffect vörurnar, mér var boðið á kynningu hjá þeim fyrir örugglega 8-9 árum síðan og ég varð “hooked”.   Ég held að á þessum árum hafi ég prófað allar vörurnar þeirra og hef séð og reynt á eigin skinni að þær virka.

Ég er 42 ára,  á aldri þar sem að nýjar hrukkur og grá hár bjóða sig velkomin á hverjum degi :)  mér þykir misvænt um hrukkurnar mínar, sumar komu eftir óteljandi bros… mér þykir vænst um þær, aðrar eru neðar á vinsældarlistanum :)   Við vitum að við eigum að hugsa vel um okkur, sofa vel og drekka mikið af vatni.  Ég er ekkert sérlega góð í neinu af þessu en ég er að reyna og viðurkenni að þegar að ég er undir miklu álagi þá sést það vel framan í mér en það er eitt sem klikkar aldrei hjá mér og það er rútínan þegar ég fer að sofa og þegar ég vakna.  Það eru jafn miklar líkur á því að ég gleymi að hugsa um húðina og að  ég gleymi að tannbursta mig.. sem sagt engar.  Ég þríf húðina alltaf vel áður en ég fer að sofa og set á mig Bioeffect augnkrem/gel og  dropa og þegar ég vakna þá geri ég það sama.


Þetta eru fallegar vörur í hlutlausum og fallegum umbúðum og eiga miklu frekar heima upp á borðum en ofan í skúffu.
BIOEFFECT vörurnar eru ÍSLENSKAR eins og flestir vita en mér finnst mjög mikilvægt að það sé á hreinu, Þetta er sennilega ein mest selda og eftirsóttasta íslenska varan sem seld er út um allan heim og hefur sópað að sér viðurkenningum og verðlaunum.  Vörurnar eru þróaðar og  framleiddar á Íslandi og pakkað í kópavogi,  það gerist ekki meira cool en það . . .  HÚH !

30 DAY TREATMENT

“Créme de la créme”  Þessi 30 daga meðferð er mjög árangursrík og ég mæli með því að taka mynd fyrir og eftir af andlitinu bara til að sjá munin.
Ég væri mest til í að hafa þetta “365 DAY TREATMENT” en það er ekki svo gott :) Þetta er sennilega árangursríkasta vara sem ég hef prófað en maður notar þetta í 30 daga 2-4 sinnum á ári, ég notaði þetta frá 1-31 janúar svo að ég geri þetta sennilega næst í apríl eða maí.  Þegar ég er á “30 DAY” þá nota ég ekkert annað.  Set 3-4  dropa á alveg hreina húð kvölds og morgna.

Þessi meðferð er tilvalin fyrir stóra viðburði eins og brúðkaup,  annars ætla ég bara að leyfa mér að nota þetta 2-4 sinnum á ári þó að ég sé löngu búin að gifta mig. Ég tók þátt í 30 daga áskorun í byrjun ársins og tók fyrir og eftir mynd, áhugasamir geta séð þær á instagraminu mínu @andreamagnus
hér: FYRIR  & EFTIR 

DAGUR:

EYE SERUM …. Það er “must have” í allar snyrtibuddur en þetta er það allra besta augnkrem/gel sem ég hef prófað  það er svona stál kúla sem rúllar gelinu í kringum augun og það er mjög kælandi líka, ég byrja alla morgna á að rúlla þessu á augnsvæðið og stelst reyndar stundum til að setja þetta á nýjustu hrukkurnar mínar sem eru að koma í kringum munninn ( er ekki að elska þær)
EGF DAY SERUM: þetta er líka glært gelkennt serum sem ég set á allt andlitið, ég leyfi þessu báðu að bíða á í dágóðan tíma áður en ég fer að mála mig, ætli að það sé ekki best að lýsa DAY SERUMINU þannig að það er eins og það setji filmu eða filter yfir alla húðina, ég verð með stinnari húð á eftir.  Þegar ég nota þessa töfra tvennu þá finnst mér ég hreinlega bara líta betur út, ég er ekki frá því að hún steli af mér nokkrum árum.

NÓTT:

Á móti kombóinu hér að ofan nota ég þetta áður en ég fer að sofa.  EYE SERUM aftur (væri til í að prófa að drekka það ) og svo EGF SERUM  “the”  dropar en það er sennilega þekktasta varan frá BIOEFFECT.  Þessu maka ég samvisksusamlega á mig fyrir svefninn og það er eitt enn sem ég elska við þessar vörur, þær eru ekki bara hreinar og með fáum innihaldsefnum heldur eru þær allar glærar og alveg lyktarlausar.  Ég er nefnilega mjög pikkí á ilmi og get ekki sett allt á mig, hvað þá rétt áður en ég fer upp í rúm þannig að þetta er einn af mörgum kostum Bioeffect.

Jæja þar hafið þið mín beauty leyndarmál ;)

Þangað til næst
Love
A

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

PÁSKASKRAUT

Skrifa Innlegg