fbpx

PÁSKASKRAUT

Páskaskraut!

Það er hefð í tengdafjölskyldunni minni að mála & skreyta egg fyrir páskana.  Yfirleitt hittumst við í hádegismat og hver og einn kemur með sín egg, við blásum úr eggjunum & notum innihaldið í matargerð og svo er bara hafist handa við að mála.  Við tökum allan daginn í þetta, sitjum & spjöllum , eldum , málum og njótum þess að vera saman.
Málningu & pensla kaupi ég í Söstrene Grene en það má líka kaupa allskonar skraut, glimmer, límmiða og hvað sem er en það er líka rosalega gott að vera með blýant og mjóa tússpenna eða liti.

Við söfnum þessu svo ár frá ári , ég merki eggin bæði með upphafsstöfum og ártali þannig að krakkarnir þekki sín egg, það er líka gaman að sjá hvað eggin breytast ár frá ári hjá þeim.
þetta er gæðastund af bestu gerð þar sem allir gleyma sér ungir sem aldnir.

Greinarnar kaupi ég t.d í Hagkaup (en þær fást á mörgum stöðum) Það má líka fara bara út í garð og klippa greinar, ég hef oft gert það en mér finnst þessar extra flottar af því að þær blómstra gulu. Þær heita Forsthiur.

EGGIN… Við gerum göt á þau (hér notuðum við sirkil) og blásum út síðan elduðum við eithvað gott úr innihaldinu.

Til að hengja þau upp nota ég oftast tvinna og tannstöngla eða blómavír.

Þetta safnast saman … En það er gaman að skoða gömlu eggin og gaman að sjá þau breytast með árunum hjá krökkunum.

Já þau eru viðkvæm og maður þarf að fara varlega :(

 

 

Gleðilega páska !
Andrea

Instagram: andreamagnus
Instagram: andreabyandrea

MEST NOTAÐA FLÍKIN Í SKÁPNUM !

Skrifa Innlegg