MEST NOTAÐA FLÍKIN Í SKÁPNUM !

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARF/AndreA
Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Stuttermabolur er mest notaða flíkin í fataskápnum mínum þessa dagana og er reyndar búin að vera lengi er mjög “basic” stuttermabolur.  Við eigum sennilega allar nokkra þannig en ég hef sjaldan eða aldrei notað þá eins mikið og núna.  Mínir stuttermabolir eru flestir hvítir með mismunandi skilaboðum á, minn allra allra uppáhalds er “Konur eru konum bestar” bolurinn en hann er ekki bara flottur með fallegum skilaboðum heldur á hann bara sér stað í hjarta mínu enda eitt besta og skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í.

Stuttermabolur passar við allt,,, flottur við uppháar buxur & gallabuxur, ég tek þá lausa og beina í sniðinu og læt þá púffa aðeins upp úr buxunum (ég er s.s alltaf vel girt haha!) eða með öðrum orðum í háum buxum.  Þeir fást í allskonar útgáfum frá flest öllum merkjum, einfalt flott og þægilegt trend.

AndreA: lovelove 5.900

AndreA 5.900

Danska merkið Notes Du Nord 7.900 – Þetta merki er í algjöru uppáhaldi, fylgist vel með því, ég veðja að þau eigi eftir að ná langt.  LOVE REVOLUTION bolirnir fást í hvítu og svörtu en við eigum líka peysur og hettupeysur með þessari setningu <3

“MY GANG” … Aldís Páls, Maddy, Sigga, Erla, ég & Ósk.

Á þessari mynd erum við stelpurnar í búðinni á leiðinni í Bingó hjá Siggu Kling á Sæta Svíninu og OMG ef þið hafið ekki prófað það þá mæli ég með að þið drífið ykkur.  Ég er kjaftstopp eftir þetta.  Var búin að heyra af því að það yrði allt vitlaust og að salurinn myndi enda uppi á borðum en trúið mér að það er engin hætta á að ég endi þar á saklausu sunnudagskvöldi í Bingó ha? en júúúúú það voru allir uppi á borði og allt vitlaust, ég hef ekki skemmt mér svona vel síðan ég veit ekki hvenær.  Þetta er fullkomið fyrir vinahópa og vinnustaði… mæli með !

Læt svo fylgja hér með allskonar stuttermaboli….

Lovelove
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

JAKKAFÖT

Skrifa Innlegg