fbpx

CAN´T STOP WON´T STOP

BEAUTY

Can´t stop won´t stop!

Það er ekki á hverjum degi sem að maður er beðin um að koma í “full on” dekur dag og myndatöku, ég er fyrir löngu búin að temja mér það að reyna að stökkva sem oftast líka þegar ég verð feimin og langar til að segja nei.
Stelpan á hinni línunni er líka mesta “JÁ” vinkona mín :) En ég hef hringt í hana með ótal skrýtnar fyrirspurnir og beðið hana um að gera allskonar verkefni með mér og svarið er alltaf JÁ !  Ég hef reyndar þegar að ég hugsa til baka sagt oft JÁ við hana líka við allskonar verkefnum þannig að þetta er greinilega mjög peppað, jákvætt og gott vinasamband sem við eigum.

Vinkonan er Erna Hrund og tilefnið ný lína frá NYX professional makeup.

NYX professional makeup þekki ég vel og nota margar vörur frá þeim á hverjum degi (hér er mitt uppáhalds NYX) en farðana hafði ég ekki prófað aðallega vegna þess að ég hef aldrei komist upp á lagið með það að nota farða.  Ástæðan fyrir því að ég nota ekki farða er sú að mér finnst ég alltaf finna fyrir því að ég sé með eitthvað á húðinni en einmitt þess vegna var gaman að prófa.  Farðinn heitir CAN´T STOP WONT STOP, hann er mjög léttur, þunnur og ég fann sem sagt ekki fyrir honum.  Húðin fékk jafna og fallega áferð.  Lita úrvalið er magnað eða 45 litir þannig að allir ættu að geta fundið sinn rétta litartón.  HÉR má lesa meira um farðann.

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið aðeins öðuvísi dagur en vanalega í höndum úrvals fagmanna í Reykjavík Makeup school.
Rakel María farðaði mig & Ingunn sá um hárið.  VÁ hvað það var gaman að fara í hár og förðun, en ég mála mig alltaf sjálf fyrir öll tilefni og myndatökur, satt best að segja var ég smá smeyk við að leyfa einhverjum öðrum að mála mig en ég var ekkert smá ánægð :)  Það sama má segja um hárið, nema að ég kann að mála mig en ég kann ekkert á hár þess vegna er ég eiginlega alltaf með tagl.  Ég hef séð ótrúlega fallegar greiðslur eftir Ingunni en við fórum samt ekki langt út fyrir boxið mitt en hún gerði samt mjög flotta útgáfu af skipt í miðju hnút :)


Hér er svo útkoman ….
Myndirnar tók Íris Dögg Einarsdóttir  ljósmyndari ♡

Þetta var frábær dagur með fullt af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki ♡

 

LoveLove
AndreA

Instagram: @Andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

KARL Í DAG

Skrifa Innlegg