fbpx

TRENDNÝTT

NYX PROFESSIONAL: Can’t Stop Wont Stop

KYNNING

Í tilefni af konukvöldi Smáralindar og K100  hefur NYX Cosmetic undirbúið veislu fyrir viðskiptavini sína kl 17:00 í Hagkaup Smáralind hjá NYX Professional Makeup. Tilefni veislunnar er það að loksins fást Can’t Stop Wont Stop vörurnar hjá merkinu á Íslandi en vörulínan sló sölumet um heim allan þegar þær komu út árið 2018 í Bandaríkjunum.

Í Hagkaup er búið að byggja sérstakt sýningarsvæði fyrir farðann sem verður opnað kl 17:00 á konukvöldinu en þar eru fyrstu 100 viðskiptavinirnir sem fá kaupauka þegar keyptar eru 2 eða fleiri vörur úr línunni og kaupaukarnir eru veglegastir fyrir þá sem koma sér fremst í röð. DJ Dóra Júlía heldur uppi góðu stuði, Camilla Líf og Rabbi kíkja svo við og taka nokkur lög í anda Sunnudagslaganna sem eru föst hefð hjá hjónunum á Instagram.Það sem er sérstaklega spennandi við þessa tilteknu vörulínu er sú staðreynd að hún samanstendur af 45 litum af farða, 24 litum af hyljurum og púðurfarða ásamt 6 litum af lausu púðri, sérstökum förðunarbursta og svampi. Það er ekki bara sjaldgæft að vörumerki sendi frá sér svona marga liti af farða heldur er líka búið að hugsa fyrir því að allir finni lit sem hentar sínum undirtón. Við erum nefninlega öll með hlýjan eða kaldan tón í húðinni og það getur verið misjafnt hvaða tón við viljum kalla fram.

Línan lofar einnig langtíma ending og góðri þekju sem auðvelt er að byggja upp. Við á Íslandi gerum öðruvísi kröfur til endingu förðunarvaranna okkar en aðrir, sérstaklega þar sem við viljum að vörurnar endist og haldist á sínum stað í gegnum hvaða veður sem er. Farðar eins og Cant Stop Wont Stop gera einmitt það og jafnvel meira til! CSWS línan er nefninlega 24 tíma vörulína með formúlu sem gefur næringu, gefur þekju og dregur fram það fallegasta í þinni húð.

Tips um hvernig þið veljið og notið ykkar farða:

  • Finnið litatóninn sem hentar ykkur, ef þið eruð ekki viss hvort þið vijlið hlýjan, kaldan eða hlutlausan tón prófið að setja smá af formúlunni á kjálkabeinið, réttur litur fellur alveg saman við þína húð.
  • Farði eins og Cant Stop Wont Stop farðinn hentar öllum húðgerðum því í raun er það primerinn sem þú velur að setja undir sem segir til um hvernig áferð farðans og ending er. Ef þið eruð með þurra húð notið t.d. Honey Dew Me Up primerinn frá sama merki en ef þið eruð með olíu mikla húð notið t.d. Shine Killer primerinn. Svo er engine regla um hversu marga primera má nota!
  • Til að fá dewy áferð á CSWS farðann ykkar toppiði áferð húðarinnar með Dewy Setting spreyinu frá NYX Professional Makeup.

TRENDNET mælir með að lesendur fjölmenni í Hagkaup Smáralind klukkan 17:00 í dag og virði fyrir sér þessa flottu vörulínu og allt það sem hún býður uppá. Förðunarfræðingar, góð stemning, lífleg tónlist og kaupaukar.

TIL HAMINGJU NYX PROFESSIONAL MAKEUP. Meira: HÉR

//
TRENDNET

HENNAR RÖDD

Skrifa Innlegg