TRENDNÝTT

HENNAR RÖDD

KYNNING

Fimmtudaginn 7. mars mun viðburðurinn Hennar rödd fara fram á Kex hostel (Gym & Tonic salnum).
Viðburðurinn er í formi pallborðsumræða með konum af erlendum uppruna og varðar alla þá sem hafa áhuga á að fræðast um upplifun þeirra á íslensku samfélagi.

Konur af erlendum uppruna er sívaxandi hópur á Íslandi vegna fjölda ástæðna, meðal annars vegna fjölskylduástæðna, tækifæra, aukinnar þarfar á vinnuafli og aukins flæði fólks frá stríðshrjáðum löndum. Þær skipa stóran sess í íslensku samfélagi og það er mikilvægt að raddir þeirra heyrist.

Meðal umræðuefna á viðburðinum eru tengsl erlendra kvenna við íslensk stjórnmál, aðgengi að upplýsingum um réttindi, tungumálaörðugleikar og sýnileiki þeirra á opinberum vettvangi. Það þarf að opna umræðuna um stöðu og framlag kvenna af erlendum uppruna í samfélaginu og viðburðurinn Hennar rödd er skref í þá átt.

Viðmælendur pallborðsumræðnanna eru:

– Edythe Mangindin; ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur og ritari Samtaka kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N. in Iceland)
– Claudia Ashonie Wilson; lögfræðingur hjá Rétti
– Zahra Mesbah; Tannlæknanemi og eigandi fyritækisins Kabul sem býður uppá túlka­ og þýðingaþjónusta og tungumála námskeið fyrir persneskur mælandi
– Sanna Magdalena; Oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur Anna Marta Marjankowska; meðstjórnandi Eflingar

Chanel Björk og Elínborg Kolbeinsdóttir eru skipuleggjendur viðburðarins, en hugmyndin að Hennar rödd spratt upp eitt kvöld yfir umræðum um móðir Chanel og reynslu hennar sem kona af erlendum uppruna á Íslandi. Þær fengu eftirfarandi samtök með sér í verkefnið sem að veittu þeim stuðning við þróun viðburðarins; Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, UN Women ­ Íslensk landsnefnd og Jafnréttisstofa.

Fundarstjóri viðburðarins er Fríða Rós Valdimarsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.

Einnig hafa fyrirtæki á borð við Kex Hostel, Ölgerðin og HAp+ styrkt viðburðinn en það verða gjafapokar fyrir fyrstu 50 gesti með glaðningum frá ESSIE, AVA vatn, HAp+ ásamt öðrum fyrirtækjum.

TRENDNET hvetur lesendur til að mæta, klukkan 17 á KEX HOSTEL.

MEIRA HÉR 

 


Chanel Björk og Elínborg Kolbeinsdóttir eru skipuleggjendur viðburðarins, Hennar Rödd

//
TRENDNET

H&M sviptir hulunni af H&M Studio vor/sumar línunni 2019

Skrifa Innlegg