Ég er búin að vera með stígvél á heilanum sem hafa verið vinsæl á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega hjá erlendum áhrifavöldum. Ég einfaldlega þrái að eignast par og er í huganum byrjuð að safna fyrir þeim. Ég er að sjálfsögðu að tala um stígvélin sem voru gerð í samstarfi Gia Couture x Pernille Teisbaek. Gia Couture er ítalskt skómerki frá Flórens en ég hef verið að elta þau á Instagram síðan ég bjó í Milano. Skórnir frá Gia Couture eru dásamlega fallegir en ég sá að Elísabet okkar nefndi einmitt stígvélin hér. Þau hafa greinilega verið föst í huga margra enda stígvél sem hægt er að dressa bæði upp og niður og nota við nánast hvaða tilefni sem er.
Myndir frá Instagram síðu Pernille Teisbak
BEAUTIFUL!! Næsta tækifærisgjöf, frá mér til mín?
Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg