fbpx

SÓL Í HJARTA OG NÝIR SKÓR

OUTFITSKÓRTÍSKA

Gleðilegan sólríkan sunnudag, vá hvað það er dásamlegt að fá smá sól – ég á reyndar í smá love/hate sambandi við þessa sól þar sem að allt heimsins ryk sést einstaklega vel. En að öðrum góðum fréttum .. ég keypti mér svo fallega skó í vikunni sem mig langar að deila með ykkur. Ég er mikill aðdáandi skónna sem Andrea Röfn okkar hefur gert í samstarfi við Jodis. Ég var ansi hrifin af síðasta droppi og ákvað að kaupa mér týpuna MARÍA. Ég sé fram á að nota þá heilan helling, bæði hversdags og við fínni tilefni.

Kápa : Zara
Gallabuxur : Weekday
Skór : Jodis by Andrea Röfn

Nýju skórnir við gallabuxur og kápu, mjög þægilegt helgarlook. Svo er það auðvitað algjör plús hversu þægilegir skórnir eru, eða ætli það sé ekki það fyrsta sem ég ætti að leita eftir – þægindi? Get ekki sagt að það sé alltaf raunin .. beauty is pain og allt það 😆

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

DENIM KJÓLAR Á ÓSKALISTANUM

Skrifa Innlegg