fbpx

DAVINES DRAUMUR 

Hárið

Èg hef áður nefnt það hvað èg er hrifin af vörunum frá Davines, en Davines merkið er með eina fallegustu sögu & stefnu sem èg hef heyrt um. Þau vinna markvisst í því að koma sem best fram við jörðina okkar, endurnýta allt & gefa tilbaka. Èg mæli með því að þið kynnið ykkur stefnuna þeirra, èg er viss um að ykkur mun líða eins & mèr..

Bpro ásamt Davines hèlt flottan viðburð á Hilton síðastliðinn fimmtudag sem èg var svo heppin að fá boð á. Viðburðurinn var ekkert smá flottur & öðruvísi en þar gast þú meðal annars búið til þitt eigið sjampó á þar tilgerðum sjampóbar, mjög flott.

Gestir voru svo leystir út með fallegum gjafapokum sem innihèldu mismunandi vörur frá Davines. Èg fèkk Minu línuna, sjampó, næringu & serum. Fyrir utan það að mèr finnst línan einföld & falleg er hún alveg dásamlega góð fyrir mitt hár, hún ýtir undir litinn í lituðu hári, gefur glans & mýkir hárið. Èg prófaði í gær & er mjög hrifin, hárið er eins & silki.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:

steinunne xx

Frábærar vörur sem að láta mér líða vel: Janssen Cosmetics

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kristín

    7. September 2016

    Viltu einhvern tímann fara yfir hárrútínuna þína og hvað þú ert að nota í hárið? Elska klippinguna þína :)

    • Steinunn Edda

      7. September 2016

      Sjálfsgt! Takk fyrir að lesa & takk fyrir fallegt hrós :) Ég skal sko henda í svoleiðis sem fyrst, strákurinn minn er að byrja hjá dagforeldrum í næstu viku og þá hef ég tíma í allt svona og verð miklu duglegri að gera vídjó!