Í augnablikinu er ekki mikið um þunga förðun á mínu fési, enda sólargeislarnir búnir að vera duglegir við það að heiðra okkur með nærveru sinni í Kóngsins síðustu daga. Ég er þó vön því að skella alltaf aðeins í andlitið á mér (eða svona oftast) áður en ég fer út í daginn, en þetta er það sem að ég er að nota hversdags..
1. Augnlýantur – Dark Chocoalte frá MAKE UP STORE (þennan set ég inn í vatnslínuna, tightline-a & aðeins fyrir ofan augnhárin)
2. “Maskari“ – Little Black Primer frá Estée Lauder. Þetta er í rauninni ekki maskari heldur bara primer, en hann er léttur & svartur svo að mér finnst hann fullkominn fyrir létta sumarförðun. Hann þykkir & lengir & gefur augnhárunum smá lyftingu.
3. Sensai Gel – (gamla Kanebo gelið) Þetta blanda ég við rakakremið mitt til að fá léttan ljóma, smá lit & smá sólarvörn í leiðinni.
4. Gloss – Clarins Natural Lip Perfector í litnum „Petal Shimmer“ ég elska þennan gloss alveg ofboðslega mikið, frísklegur, léttur & einstaklega fallegur ljósferskjutóna litur.
Þið finnið mig á
Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg