fbpx

Var ég búin að segja ykkur frá þessum? Double Wear frá Estée Lauder

FörðunMyndbönd

Ég verð að segja ykkur frá snilldar farða. Þennan þekki ég & vonandi margar vel en hann er svo vanmetinn að hálfa væri hellingur, hann er nefnilega í einu orði frábær! Ég starfaði um tíð sem förðunarfræðingur fyrir virta snyrtivörumerkið Estée Lauder þegar ég bjó í Kaupmannahöfn frá 2014-2016. Ég vann á einu stærsta “counterinu“ eins & það er kallað í Magasin Kongens Nytorv alveg við strikið í miðbæ Kaupmannahafnar. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími uppfullur af fróðleik & allskyns uppákomum en ég kynntist Double Wear farðanum alveg sérstaklega vel & hann varð minn daglegi farði á þessum tíma, nú skal ég segja ykkur afhverju.

Þið sem þekki Double Wear vitið auðvitað nákvæmlega hvað ég er að fara að segja en fyrir ykkur hin þá bara verð ég að segja ykkur frábæru kosti farðans.

Númer eitt: Hann endist & endist & endist & ENDIST. Hann hefur 15 tíma endingu meira að segja í miklum raka (veðri, ræktinni, osfrv.) Ég til að mynda hjólaði í vinnuna um hásumar, kasólétt í steikjandi hitanum í Kaupmannahöfn, vel rauð í framan & sveitt en það sást engan veginn þar sem að ég hafði sett á mig DW (það er styttingin mín á Double Wear) um morguninn. Ég vann stundum í 10 tíma standandi inni í þungu óloftræstu lofti með endalaust af ljósum, ilmvötnum & tilheyrandi ógeði í kringum mig (líka ólétt að svitna extra útaf hormónum) hjólaði svo heim mögulega í rigningu, þreif hann af áður en ég fór að sofa & það var hreinlega eins & ég væri nýbúin að setja hann á. MAGNAÐ! Þessi er þess vegna fullkominn fyrir alla sem þurfa að líta ótrúlega vel út allan daginn & hafa jafnvel ekki tíma eða aðstöðu til þess að laga eitt eða neitt. Þessi mun t.d. vera númer eitt hjá mér þegar ég fer að fljúga með Icelandair í sumar, langar vaktir í allskonar lofti & ég vil líta vel út, BINGÓ!

Númer tvö: Hann er olíulaus en nærir þó húðina, hann er rakagefandi, ilmefnalaus & ofnæmisprófaður svo að hann hentar bókstaflega öllum, hann sest ekki í línur, hann þurrkar ekki upp húðina, þannig að hann hentar ótrúlega vel við hvaða tilefni sem er, góð þekja án þess að vera þykk!

Númer þrjú: Hann smitast ekki í föt, hversu mikil snilld samt, í alvöru? Ég er ein af þeim sem meika ekki að setja EKKI farða aðeins niður á háls þó svo að ég sé menntaður förðunarfræðingur & noti farða sem passar við mig & allt það, þá finnst mér líka rosalega slæmt að sjá mikinn mun á áferð húðarinnar á hálsinum & svo andlitinu, þess vegna set ég alltaf smá niður á háls. En nú þegar rúllukragabolir eru að yfirtaka allt hef ég oftar en einu sinni staðið mig að því að vera í stresskasti hvort að það sé mögulega eitthvað búið að klínast í kragann, því það er fátt verra. Þessi smitast ekki & það er hægt að leggjast á hvítt koddaver án þess að nokkuð fari í koddann sjálfan.

Afhverju er ég að deila þessu með ykkur núna? Af því að ég elska ykkur, svo einfalt er það! Mig langar að segja ykkur frá þessum farða & sýna ykkur hvernig hann virkar & er á húðinni & alla frábæru kostina sem að hann hefur. Nú standa yfir Double Wear kynningardagar í Lyf&Heilsu Kringlunni dagana 12.-14.janúar þar sem að þið getið keypt alla Double Wear farða á 20% afslætti ásamt því að fá flottan kaupauka með öllum keyptum Estée Lauder vörum, plís ekki láta þennan framhjá ykkur fara, hann er svo æðislegur!

Ef þið viljið vita meira & sjá hvernig hann lítur út “in real life“ mæli ég með að horfa á vídjóið hérna fyrir neðan & adda mér á Snapchat: steinunne ég er að blaðra allskonar þar inná líka xx

…………………………

Þið finnið mig á Snapchat&Instagram undir:
steinunne
xx

Trending 2017: **Skemmtilega skreyttar neglur**

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Helga

    13. January 2017

    Hæ Steinunn! Stutta klippingin þín er geggjuð, það væri rosa gaman að fá að sjá hair tutorial hvernig þú krullar á þér hárið og hvaða hárvörur þú notar :)

  2. Steinunn Edda

    14. January 2017

    OHH stelpur ég veit – ég verð að fara að koma mér í þetta hárdvídjó – Endalaust beðið um það <3 – er að klára námskeið núna um helgina skelli mér í þetta beint eftir það!

  3. Fríða

    15. January 2017

    Hæhæ
    Hvað heitir varaliturinn sem þú ert með í lokin? hann lookar rosa vel

    • Steinunn Edda

      16. January 2017

      Hæhæ :) það stendur! Pure Envy Lipstick í litnum Envious frá Estée Lauder xx

  4. Marta

    26. January 2017

    Hæhæ, hvaða bursta notaðiru til að setja á farðann? :)

    • Steinunn Edda

      30. January 2017

      Hæhæ! Ég notaði Expert Face Brush frá Real Techniques! xx