Kæru lesendur ég biðst innilega afsökunar á því hvað ég er búin að vera lítið dugleg hér, það var sko alls ekki planið.
En þannig er mál með vexti að ég er búin að vera heima með einn mjög lítinn & mjög veikan kút, mikið af sumarplönum & foreldrarnir báðir að byrja að vinna í nýjum vinnum svo mikið gekk á.
En nú er þetta liðið hjá **7,9,13** & nú kem ég inn af fullum krafti. Ég ákvað því að byrja á einni sem að er alltaf skemmtilegt að skrifa, UPPÁHALDS xx
1.iPhone SE – þvílík lukka lífs míns að geta loksins keypt nýjan og almennilegan síma með myndavél sem flöktir ekki & verður óskýr sama hvað. Ég fékk mér gylltan, hann lítur samt svolítið bleikur út á þessari mynd. Ég er alltaf með hann í glæru hulstri sem ver hann enda er ég brussa mikil & með lítið forvitið kríli í þokkabót.
2.Fit Me Concealer frá Maybelline- ég er sjúk í þennan hyljara, sjúk segi ég & skrifa! Hann er svo léttur & áferðin svo falleg, ég er klárlega orðin fit-me kona eins & svo margar aðrar. Ég nota litinn Light & Sand til skiptis.
3.Color Riche Eyeliner frá L’Oreal – Þessi er frábær til að gera hinn svokallaða “feluliner” sem ég nota óspart enda ljóshærð kona & augnhárin eftir því. Ég nota þennan líka mikið sem grunn undir smokey því að hann er svo mjúkur (fyrir þær sem eru áhugasamar þá er “feluliner” eyeliner sem er gerður með því að nudda mjúkum augnblýant inn á milli augnhárana, sumsé alveg í rótina til að láta augnhárin líta út fyrir að vera þykkari & þéttari ásamt því að ramma augun vel inn.) **Spurning um að ég hendi bara inn kennsluvídjói um það á morgun?
4.Micellar vatn frá Garnier – Þetta vatn er dásamlega þæginlegt & við sem þekkjum vel til & notum það mikið getum grínast með það að þetta er algjört letivatn. Tilvalið fyrir fólk sem nennir alls ekki að eyða miklum tíma í hreinsirútínu eða er bara hreinlega mjög upptekið. Þetta vatn er gætt þeim eiginleika að það ertir hvorki húð né augu & þarf því ekki að skola það af með vatni eftir notkun. Þetta tekur af farða, hreinsar húðina & gefur henni raka allt á sama tíma, JÁ TAKK! Vatnið er til í þremur mismunandi týpum, meðal annars fyrir þurra eða olíukennda húð ásamt því að vera líka komin með hreinsiklúta sem eru stórkostlegir, ég segi ykkur betur frá þeim síðar…
5.Daniel Wellington – Ég var svo heppin að fá svona fallegt úr að gjöf, en ég valdi mér ljósbrúna ól úr sumarlínunni þeirra & silfraða skífu. Ég fékk svo að velja mér eina ól til viðbótar í kaupæti & fékk mér þessa fallegu dökkbláu & hvítu sem er lika úr sumarlínunni þeirra. Ég fékk mér karlkyns úr þar sem að ég fíla betur að vera með úr í stærri kantinum.
6.Tribal Textstyles frá Essie – Þessi fallegi svarti litur með örsmáum glimmerögnum er úr sumarlínu Essie, ég fíla mjög vel nude tóna þegar kemur að naglalökkum en ég er alltaf skotin í glimmeri svo að þessi heillar. Ég er líka svolítið hrifin af því að fara út fyrir rammann & hafa svart naglalakk sem part af sumarlínu, áfram Essie.
7.Eternal Optimist frá Essie – þetta er minn „all time fave“ svo ég sletti smá frá Essie. Hinn fullkomni kaldi bleiki, mildi fallegi tónn sem að mér finnst passa við allt. Ég nota hann mikið með matta yfirlakkinu (Matte About You) & er búin að nota hann eiginlega í allt sumar.
8.Daniel Wellington – Ég var svo heppin að fá svona fallegt úr að gjöf, en ég valdi mér ljósbrúna ól úr sumarlínunni þeirra & silfraða skífu. Ég fékk svo að velja mér eina ól til viðbótar í kaupæti & fékk mér þessa fallegu dökkbláu & hvítu sem er lika úr sumarlínunni þeirra. Ég fékk mér karlkyns úr þar sem að ég fíla betur að vera með úr í stærri kantinum.
9.Gucci Diaper Bag – Æjj ég er svo heppin að eiga smart vinkonur sem passa uppá það að ég verði sko aðalskvísan þegar ég dröslast með krílið í Kringluna. Þessi fallega Gucci skiptitaska fylgir mér hvert sem ég fer & sérstaklega á sumrin þegar að við erum mikið að ferðast & stússast. Það kemst allt í hana & svo er hún náttúrulega alveg stórkostlega falleg..
10. RayBan pilot – Þessi gleraugu fékk ég mér í Boston árið 2012 & eru alltaf í miklu uppáhaldi, mátulega dökk, með ljósri umgjörð svo að þau eru einstaklega flott á sumrin. Þau eru létt, smart & eru búin að tóra á nefinu í mér í langan langan tíma án þess að það sjái á þeim.
Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg