Sólin er búin að skína vel á okkur hérna í Kóngsins síðustu daga & má því segja að maður sé komin í sumargírinn & snyrtidótið eftir því. Þetta eru nokkrar vörur sem að ég er búin að nota óspart uppá síkastið..
1. Fiji frá Essie – þessi litur er svo bjartur & fallegur, fullkominn sumarlitur á hendur & fætur
2. Bronze Goddess – ilmur frá Estée Lauder sem öskrar sumar, kókos & ferskir ávextir í bland & ekki skemmir fyrir að ilmurinn er án alkahóls svo að það er ekkert mál að nota hann án þess að brenna í sólinni
3. Blonde Brow frá Refectocil – litur frá Refectocil sem er frábær fyrir blondínurnar, en hann er notaður til að lýsa augabrúnirnar. Þetta er aflitun & því hægt að fara alla leið með þetta, en ég nota þetta eingöngu í stutta stund til að þær verði ljósbrúnar
4. Dove Derma Spa – body lotion með smá brúnku í, fullkominn til að byggja upp ljóma & gylltan tón í húðinni sem er svo hægt að bæta upp með smá sólarljósi. Ég nota þennan alltaf eftir sturtu
5. Bronzing Powder Safari frá MAKE UP STORE – uppáhalds sólarpúðrið mitt í augnablikinu, fyrir utan það hvað pakkningarnar eru skemmtilegar á makeup hillunni, þá elska ég að þetta púður er í rauninni 2in1. Þessi litur er með fallegum glans inná milli svo að hann virkar vel sem highlighter & sólarpúður á sama tíma. Fullkominn til að skella á sig áður en maður fer út í sólina
Vertu velkomið sumar!
Þið finnið mig á
Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg