Margar mömmur eru með krefjandi gorma sem gefa manni lítinn sem engan tíma fyrir sjálfan sig (nema þá kannski þegar þau leggja sig, sem er þó sjaldgæft) ég er ein af þeim mömmum. Ég er samt líka þannig týpa að mig langar að hugsa um mig þegar kemur að útlitstengdum hlutum. Naglakakka mig, lita á mér augabrúnirnar, raka á mér lappirnar, djúpnæra á mér hárið & setja á mig maska. Ég var farin að lenda í því að sofna á kvöldin uppúr 10 gjörsamlega uppgefin þegar ég ætlaði loksins að fara að gera eitthvað fyrir sjálfa mig svo að ég ákvað að í staðinn fyrir að leggja mig alltaf með honum á morgnana þá myndi ég nýta fyrsta lúr í svona stúss ef að ég væri ekki gjörsamlega búin.
Eitt sem að ég tók strax eftir & ég hef svo heyrt að margar mömmur þarna úti kannast við, er að í hvert skipti sem að ég ákvað að naglalakka mig voru lúrarnir einstaklega stuttir, það var eins & hann vissi bara að um leið & ég var búin að setja eina umferð af lakkinu & það svo langt frá því að þorna, því þá vaknaði hann…ALLTAF. Ég var því alltaf með klesst & ljótt lakk, þreif það af í flýti & ætlaði svo að laga um kvöldið sem svo aldrei gerðist.
Þetta vandamál er úr sögunni eftir að ég uppgötvaði litla snilldarvöru sem heitir Quick-E Drops & er frá Essie, en þetta eru dropar sem láta naglalakkið þorna á örfáum sekúndum. Þú einfaldlega lakkar með uppáhalds lakkinu þínu, setur 1-2 dropa af Quick-E Drops (glasið er eins & þið sjáið með dropateljara sem gerir þetta einfaldara en allt) & lætur formúluna leka yfir alla nöglina & eftir nokkrar sekúndur ertu til í slaginn! Þetta er algjört æði fyrir mig & ég hef ekki lent í klesstu lakki síðan.
Auðvitað er þetta eitthvað sem að ALLIR geta nýtt sér, hvort sem að þú ert á hraðferð eða hreinlega bara nennir ekki að bíða eftir að naglalakk þorni. Mér fannst þetta bara skemmtilegur vinkill á þetta þar sem að ég var hreinlega farin að hlægja að því að barnið vaknaði ALLTAF þegar ég var nýbúin að lakka xx
Essie fæst meðal annars í Hagkaup, Lyfju, Lyf & Heilsu & Kjólar & Konfekt….
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne xx
Skrifa Innlegg