Ég eins & svo margir aðrir hef fylgst vel með þróun Meistaramánuðar síðustu ár & tók þátt af fullum krafti í október 2013, ég held að ég þori að lofa, nei ég held ekki, ég veit að ég þori að lofa að ég hef ALDREI náð jafn miklu árangri þegar kemur að heilsu.
Ég setti mér raunhæf markmið & ég náði þeim öllum. Markmiðið var ekki að grennast, eða umbreyta sjálfri mér á alla bóga, markmiðið var einfalt: Að verða besta útgáfan af sjálfri mér. Þetta var áður en ég var byrjuð á Snapchat & áður en samfélagsmiðlar urðu jafn öflugir & þeir eru í dag en ég opnaði mig á annan hátt með því að opna lítið blogg sem snérist bara um þennan mánuð, minn Meistaramánuð. Ég leyfði þar fólki að fylgjast með því sem að ég var að gera dagsdaglega, hvaða mat ég var að borða & hvaða hreyfingu ég var að stunda, ég upplifði einstaklega jákvæða pressu með þessu því nú var ekki aftur snúið. Ég var búin að setja mín markmið svart á hvítu á internetið & nú gat ég ekki bakkað út.
Ég hafði tekið svipaða áskorun á sjálfa mig stuttu áður sem virkaði svo vel, en mig hafði alltaf langað að vera dugleg að fara út að hlaupa. Ég ákvað því að skrá mig í RVK Maraþonið þarna sumarið áður, gat ekki bakkað útúr því enda komin á fullt með áheitasöfnun & hljóp í framhaldinu mína fyrstu 10km. Ég varð ótrúlega peppuð, komst í góðan gír & langaði að halda áfram, þess vegna tók ég þátt þá (2013) en afhverju núna?
Ég ákvað að taka þátt í Meistaramánuði þetta árið því að mig langar í breytingu, jákvæða breytingu á mínu líkamlega ástandi. Ég vil verða besta útgáfan af sjálfri mér, ég vil nýta tímann í að gera eitthvað gott & hressandi, ég vil borða hollan & næringarríkan mat, ég vil gera betur í samskiptum við alla í kringum mig, ég vil verða betri. Ég hef aldrei sett jafn mikla pressu á mig en það er GÓÐ & JÁKVÆÐ pressa því að ég er að þessu fyrir mig, ég veit hvað þetta gerir mér gott, ég veit að ég þarf þetta. Ég er svo spennt að ég get ekki líst því fyrir ykkur.
……………………………………………………………………………………………
MARKMIÐ:
1.Byrja að hreyfa mig & fara allavega 3x í viku í einhverskonar hreyfingu, hlaup, tíma í ræktinni eða yoga.
Ég er ekki í mínu besta formi, en ég er heldur ekki í mínu versta. Það sem að ég ætla að einblína á er að bæta þolið mitt, koma mér aftur í hlaupagír & þannig er ég búin að setja mér það markmið að hreyfa mig allavega 3x í viku, það má vera hvaða týpa af hreyfingu sem er, bara að hún reyni á. Ég er með kort í World Class sem ég hef engan veginn nýtt nægilega en nú skal ég breyta því, snjórinn & hálkan fer vonandi að láta sig hverfa & þá ríf ég líka upp hlaupaskóna. Ég hef samt ekki allan tímann í heiminum enda með barn, heimili, vinnu & blogg, ég þarf því að skipuleggja mig vel, ég leyfi ykkur að fylgjast með út mánuðinn hvernig ég geri það.
2.Forðast allt sem flokkast undir “sukk” – snakk, nammi, skyndibita, gos & áfengi.
Ég er heldur ekki endilega með bestu matarsiðina, en fólk sem er á fullu allan daginn, hlaupandi hingað & þangað, mögulega með lítil krefjandi börn sem þurfa alla athygli tengir. Ég gleymi oft að borða, þá fellur blóðsykurinn & mig langar í eitthvað einfalt & oft óhollt. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa mér betri tíma til þess að útbúa eitthvað hollt & gott á sama tíma & ég reyni að vera duglegri að muna eftir því að borða reglulega yfir daginn.
3.Fara inn í aðstæður jákvæð & reyna að sjá björtu hliðarnar, vera umburðarlynd & skilningsrík.
En það að vera besta útgáfan af sjálfri sér er ekki endilega bara tengt því að vera líkamlega í góðu formi, ég hef líka áhuga á að rækta andlegu hliðina, vera opnari fyrir aðstæðu, jákvæð & umburðarlynd & ekki stökkva á fyrstu viðbrögð heldur gefa öllu / öllum séns áður en ég mynda mér skoðun. Þetta er naflaskoðun sem er mikilvæg fyrir alla & ég hlakka til að vera góð fyrirmynd fyrir strákinn minn.
4.Nýta tímann með barninu mínu einstaklega vel & reyna að tvinna hreyfingu inn í okkar samveru, góðir göngutúrar, róló ferðir, sleða ferðir & svo framvegis.
Ég vil líka nýta þennan mánuð alveg sérstaklega í það að sameina hreyfingu & samveru með mínum nánustu, orkuboltinn minn mun eiga mig alla í skemmtilega útiveru sem vonandi heldur svo bara áfram þó svo að Meistaramánuði ljúki.
5.Vera besta útgáfan af sjálfri mèr!
Ég ætla í raun að súmmera þetta allt saman í nákvælega þetta, með samspili allra markmiða ætla ég að vera besta útgáfan af sjálfri mér!
Ég hvet ykkur að sjálfsögðu ÖLL til þess að taka þátt, þetta er skemmtilegt & krefjandi verkefni sem krefst mikillar & jákvæðrar sjálfskoðunar sem allir hafa gott af á nýju ári, nýtt ár nýtt upphaf! Fyrir áhugasama er hægt að skrá sig HÉR hlaða niður skipulagsdagatali & setja sér markmið. Ég mun nota þetta tól mikið & leyfi ykkur að fylgjast með allan febrúar. Meistaramánuður 2017 hefst 1.febrúar & er hashtaggið #meistaram
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg