Vörurnar fékk ég ýmist að gjöf eða keypti mér sjálf, en það hefur þó engin áhrif á skoðun mína á þeim. Ég skrifa ekki um hluti sem að mér líkar ekki eða nota ekki, heldur einungis það sem að ég hef góða reynslu af & vill deila með ykkur kæru lesendur.
Hér eru nokkrar af mínum uppáhalds vörum í maí mánuði, en ég er búin að vera leggja mikið uppúr því að koma hárinu mínu (líka augabrúnum & augnhárum) aftur í gott ástand eftir mikið hárlos. Ég ákvað að reyna allt áður en ég færi út í sterk efni & byrjaði að taka mikið af vítamínum, nota góð sjampó, olíur & hármjólk. Ég fann það líka að með því að takmarka blástur & sléttun/krullun & gera það bara spari hafði mikil áhrif.
1. Rapid Lash
– Þetta er búið að gera UNDUR fyrir augnhárin mín & augabrúnirnar! Málið var nefnilega það að ásamt því að fá hárlos á höfuðið þynntust líka augabrúnirnar mínar & ég missti mikið af augnhárum, þetta er búið að gera ótrúlega hluti fyrir augnhárin mín & augabrúnirnar. Ég veit að það er líka sérstakt serum frá Rapid Lash sem er sérstaklega fyrir augabrúnirnar, en ég hafði líka heyrt að það virkaði ekki jafnvel & augnháraserumið sjálft svo að ég ákvað bara að fjárfesta í augnháraseruminu & nota á hvorutveggja. Ég er ótrúlega sátt við niðurstöðurnar & mun gera færslu þar sem að ég sýni ykkur muninn.
2. OI shampoo
– Ég elska OI línuna frá Davines hún er það besta sem að hárið mitt hefur prófað hinga til, létt & eiturefnalaus, hárið verður dásamlegt & engin þörf að blása hárið eftir að hafa þvegið það, það þornar ekki “frizzy”
3. OI milk
– Þessi hármjólk er úr sömu línu & sjampóið frá Davines & er æðislega létt & góð til að spreyja rétt yfir hárið og leyfa því að þorna í, svona “leave in treatment”
4. Moroccan Oil (light)
– Þessa nota ég 1x í viku bara í endana & finn rosalegan mun uppá glans & mýkt
5. The Wet Brush
– Þennan bursta er ekki hægt að dásama nógu mikið, hrikalega góður bursti sem að er hægt að nota í blautt hár en það sem að margir vita ekki er að það að greiða í gegnum hárið blautt er í raun bannað ef að maður notar ekki þar tilgerðan bursta. Þegar hárið er blautt verður það teygjanlegra og slitnar frekar ef að það er greitt í gegnum það. Þessi er frábær fyrir þær sem eru að drífa sig og geta ekki leyft hárinu að þorna að sjálfu sér.
6. SkinBoss Coffee Scrub
Halló halló, þessa snilld var ég að uppgötva. Ég er slitin og slöpp eftir bumbu ársins & tvær aðgerðir en ég er búin að vera að nota skrúbbinn frá SkinBoss núna í 3 vikur & munurinn er ótrúlegur, ég fann strax mun eftir fyrsta skiptið. Ég nota hann á magann, lærin og mjaðmirnar og einstaka sinnum á andlitið líka. Ég ætla að skella í heila færslu & sýna ykkur árangurinn enda er þetta alveg ótúlegt. Þessum mæli ég með fyrir þær sem eru að eiga erfitt með að losna við slit og slappleika í húðinni (virkar á appelsínuhúð líka)
Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg