fbpx

LYFJASKIL – TAKTU TIL! #LYFJASKIL

BarniðHeimiliðLífið

Ég er að taka þátt í mjög mikilvægu verkefni þessa dagana á vegum Lyfjastofnunar sem ber heitið Lyfjaskil – Taktu til!“.  Átakið/verkefnið stendur yfir dagana 2.-10 mars & er í raun ákveðin vitundarvakning fyrir almenning, ég viðurkenni það að ég líklega eins & svo ofboðslega margir aðrir hafði áður ekki spáð mikið í því hvernig lyf & vítamín voru geymd á mínu heimili, en þegar Lyfjastofnun hafði samband við mig & bað mig að taka þátt í þessu verkefni ákvað ég að skoða þetta málefni aðeins betur. Rannsóknir & staðreyndir sem mér voru útvegaðar voru vægast sagt sláandi & ég ákvað að taka þátt í þessu mikilvæga átaki strax.

alternative-poster

Nokkrar staðreyndir (fengnar eftir skoðanakönnun á vegum Lyfjastofnunar Íslands): 
*Tæp 7% aðspurðra geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp.*
*Þriðjungur svarenda hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.*
*Tæp 70% telja sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf*
*En einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika.*
*Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn vegna eitranatilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans*
*Á árinu 2015 varðaði um fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana  börn 6 ára og yngri.*

Staðreyndin sem að ég hef feitletraða SLÓ MIG vægast sagt & er án efa ástæðan fyrir því að ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í þessu átaki. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem að við eigum í öllum heiminum & þau eru okkar ábyrgð. Þetta er svo einfalt, taktu til reglulega í lyfjaskápnum & hafðu ÖLL lyf í læstum lyfjaskáp, fjarri augum & höndum (& þar af leiðandi munni) barnal, það gæti hreinlega bjargað lífi.

Um átakið segir:

“Fjöldi fyrirspurna sem berast Eitrunarmiðstöðinni vegna lyfjaeitrana hjá börnum sýna að börn komast hættulega mikið í lyf í heimahúsum og það er full ástæða til að taka á því” segir Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá Lyfjastofnun.

Lyfjastofnun fer af stað með átakið Lyfjaskil – taktu til! í byrjun mars. Átakið miðar að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á íslenskum heimilum og efla skil á ónotuðum lyfjum til eyðingar í apótek.“

Verkefnið er einfalt, áhrifaríkt & getur hreinlega verið gefandi þar sem að samtvinnað átakinu höfum bæði ég & Lyfjastofnun í samstarfi við IKEA, Eirberg & Íslandsbanka farið af stað með leik. Leikurinn snýst um það að taka mynd af þér & þínum að gera eitthvað af eftirtöldu: Taka til í lyfjaskápnum, fara með lyf til eyðingar eða geyma lyf á öruggan hátt í læstum lyfjaskáp & merkja myndina með #lyfjaskil á einhverjum af eftirfarandi samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram eða Twitter) & þú gætir unnið 5.000 króna gjafabréf hjá verslunum Eirberg, lyfjaskáp frá IKEA & að lokum 50.o00 króna gjafabréf hjá Íslandsbanka.

Myndirnar birtast undir “hashtagginu” á facebooksíðu Lyfjastofnunar  & á hverjum degi er ein mynd valin & vinnur sú mynd 5.000 króna gjafabréf hjá Eirberg, ég mun svo velja þrjár af mínum uppáhaldsmyndum til þess að fá að gjöf þar til gerðan lyfjaskáp frá IKEA & að lokum verður ein mynd valin sem vinnur 50.000 krónur hjá Íslandsbanka.

Mig langar því að hvetja ykkur ÖLL (ekki bara þau sem eru með lítil kríli á heimilinu, afar, ömmur, frænkur, frændur ALLIR) til að taka til í sínum lyfjaskáp, losa sig við það sem er ekki í notkun með því að fara með það til eyðingar í apótekum & geyma að lokum öll lyf í læstum lyfjaskáp fjarri augum & höndum barna. ÞAÐ ER TIL MIKILS AÐ VINNA…

Hér er mitt framlag til að sýna ykkur aðeins hversu einfalt þetta er:

17103587_10211890402443811_4401286041112988946_n
„Nú er barnið mitt aðeins öruggara á eigin heimili ? èg hvet ykkur öll til að taka þátt! #lyfjaskil

………………………………………………………………………………………………………………………………………………………..

facebook-profilepicture gatlisti skiladu-thessum-lyfjum-til-eydingar thad-er-svona-einfalt-ad-taka-til
……………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………..

Ég hvet ykkur til að lesa greinarnar & kynna ykkur málið á heimasíðu átaksins www.lyfjaskil.is & taka svo þátt í leiknum!

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne
xx

MEISTARAMÁNUÐUR: UPPÁHALDS MILLIMÁL FJÖLSKYLDUNNAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Yrsa Stelludóttir

    9. March 2017

    Flott átak ! :)