fbpx

LOKSINS Á ÍSLANDI: EYLURE AUGNHÁRIN ERU MÆTT

Förðun

Ég er svo ótrúlega ánægð með hvað við Íslendingar erum komin langt með að vera á tánum þegar kemur að flottum snyrtivörumerkjum & hvað það er búin að vera mikil aukning á flottum merkjum síðustu mánuði & ár. Nýjasta viðbótin sem að ég er ótrúlega spennt fyrir & glöð með að sé loksins í boði fyrir okkur makeupfíklana sem erum staðsett á þessari litlu eyju er merkið Eylure & er merki sem að sérhæfir sig í gerviaugnhárum & öðrum vörum því tengdu.

Eylure var stofnað árið 1947 ( I KNOW RIGHT!?) af tveimur bræðrum, sem voru einstaklega þekktir & vinsælir innan kvikmyndabransans David & Eric Aylott. Bræðurnir áttuðu sig á því að það var mikil vöntun á vörum sem ýktu upp augnumgjörð kvenna & brenndu sig oft á því þegar á tökum stóð, þeir tóku því málin í sínar hendur & komu með algjöra nýjung á markaðinn = fölsk augnhár. En þeir einblíndu ekki einungis á kvikmyndabransann heldur gerðu vöru sem átti að ná til almennings & settu á fótinn merkið sitt Eylure, búið til úr orðunum tveimur Eye & Allure.

Sumsé rótgróið & einstaklega þekkt merki víðsvegar um heim sem að við erum svo ótrúlega heppin að fá að hafa í okkar makeupflóru loksins. Augnhárin eru sérstaklega vinsæl í Bretlandi en söngkonan Cheryl Cole (þekktust fyrir að hafa verið í stúlknasveitinni Girls Aloud & dómari í X Factor) hefur meðal annars verið talskona augnhárana & gerði sína eigin línu innan merkisins. Ég var svo heppin að fá að prófa nokkrar týpur af augnhárunum, ásetjarann & augnhárabrettarann en þau eru ótrúlega mismunandi & þess vegna ættu bókstaflega allir að geta fundið augnhár sem henta þeirra stíl.

Augnhárin eru í flokkum eftir því hversu ýkt þau eru eða hvaða tilgangi þau þjóna, það kemur líklega fæstum á óvart að ég er hrifnust af Volume & Extreme & ætla að fá að sýna ykkur nokkur af mínum uppáhalds eftir fyrstu prófun. Ásetjarinn er algjör snilld fyrir þá sem eiga í vandræðum með að setja á sig gerviaugnhár enda auðveldar þetta það verk ofboðslega mikið, ég ákvað því að setja inn örstutt myndband sem sýnir hvernig ég nota hann í vikunni.

Augnhárin eru meðal annars fáanleg í Hagkaup, Lyfju og Lyf&Heilsu….

15416935_10211112497236667_730369084_n 15416999_10211112497116664_1094409666_n 15423597_10211112497196666_1770442840_n 15450939_10211112497156665_1061238227_n

***Hér er ég með augnhár númer 141 sem eru strax komin í uppáhald hjá mér & engin augnhár á síðustu mynd til að sýna muninn***

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Makeup Lúkk - Mariah Carey X MAC

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Rakel

    14. December 2016

    Má ég spyrja hvaða varalit þú ert með?

    • Steinunn Edda

      19. December 2016

      Heldur betur :) hann er númer 355 úr Matte línunni hjá Maybelline xx