Ég er svo heppin að vera umkringd allskonar snillingum, en þá sérstaklega þegar kemur að snyrtingu enda veit ég fátt betra en að láta dekra við mig, líta vel út & einfalda mér lífið á sama tíma. Yndislega vinkona mín hún Þórey var svo dásamleg að bjóða mér í augnháralengingu hjá henni sem er frábært fyrir þreytta mömmu sem er að vinna & stunda námskeið á sama tíma, en þolir ekki að fara „mygluð“ útúr húsi. Ég þáði þetta með þökkum & er ekkert smá ánægð með þessa ákvörðun. Þórey er algjör fagmaður & sú allra besta í þessari snyrtimeðferð að mínu mati enda er hún þekkt fyrir að gera einstaklega flottar augnháralengingar sem eru ekkert smá raunverulegar. En fyrir þá sem vita ekki mikið eða ekkert um augnháralengingar er ég með smá upplýsingar fyrir ykkur almennt um augnháralengingar sem að ég fékk hjá henni Þ minni, hún starfar á Snyrtistofunni Fiðrildinu sem er staðsett í Hamraborg & er ekkert smá notaleg.
Augnháralengingar hjá Snyrtistofunni Fiðrildinu
Notuð eru stök hár (1:1 single lashes). Þá er eitt gerviaugnhár límt á eitt augnhár. Lagfæra þarf lenginguna á 3-5 vikna fresti, en þá er aftur sett á augnhárin sem hafa misst lengingar hárin. Hárvöxtur getur verið misjafn hjá hverjum & einum, þess vegna er mismunandi hvenær viðkomandi viðskiptavinur þarf að koma í lagfæringu. Þetta fer ekki illa með þín eigin augnhár, ef lengingin er vel gerð & rétt umhirða heimafyrir samkvæmt ráðleggingum frá snyrtifræðingi þá ætti ekkert að koma fyrir þín náttúrulegu augnhár. Hægt er að fjarlægja augnháralengingu með ákveðnum límleysi (remover) sem gert er hjá snyrtifræðingi. Alls ekki reyna að taka lengingar af sjálf heima með ráðleggingu frá öðrum. Ég mæli ekki með því að nota maskara á lengingarnar, því það fer verr með lenginguna því hvernig tökum við yfirleitt maskara af? Jú, jú, við nuddum af okkur maskara & það viljum við ekki gera við lengingarnar.
………………………………………………….
EN mig langar að gera enn betur við ykkur kæru lesendur & bjóða ykkur að fylgja mér á SNAPCHAT: steinunne þar sem að ég er að bjóða ykkur veglegan afslátt af augnháralengingum hjá henni Þóreyju í janúar gegn því að “screenshota“ mynd hjá mér í story, endilega kíkið við <3
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx
Tímapantanir: Snyrtistofan Fiðrildið sími 568-3300
Skrifa Innlegg