fbpx

KVÖLDSTUND Á APÓTEKINU

Lífið

Ég bara verð að segja ykkur frá alveg frábærri kvöldstund sem ég átti með nýjum vinum síðustu helgi, á Apótek Restaurant. En við vorum nokkur að klára námskeið hjá Icelandair fyrir viku síðan & hópurinn varð svo náinn að við ákváðum að hittast eftir að við fengum skírteinin okkar í hendurnar & fagna svolítið þessum áfanga.

16358976_10211595011459221_656295009_n 16359177_10211595068060636_1208689479_n 16425472_10211595011619225_885129121_n 16426394_10211595011379219_1451556863_n 16426627_10211595011419220_160111640_n 16441675_10211595011659226_57489579_n 16443249_10211595011819230_160952407_n 16443555_10211595011779229_1643536118_n

16359177_10211595068060636_1208689479_n
Kokteill & öl í setustofunni á flottum Happy Hour xx

16425472_10211595011619225_885129121_n
Hvert einasta smáatriði var svo smart, mararaborð & flottir stjakar, diskarnir stílhreinir en fallegir..

Við fengum alveg rosalega flott tilboð á Apótek Restaurant sem ég er ekkert smá ánægð með þar sem að mig var búið að langa að prófa matinn þar alveg frá því að staðurinn opnaði. Við vorum 15 saman & skelltum okkur þess vegna í stórglæsilegan hópmatseðil sem að sveik sko engan, við héldum ekki vatni yfir matnum hann var brjálæðislega góður. Kvöldið byrjaði á flottum Happy Hour í setustofunni & svo færðum við okkur yfir á borðið sem að við höfðum pantað & fjörið hélt áfram. Staðurinn er ekkert smá fallegur, hvert einasta smáatriði skipulagt í þaula & gleður augað á sama tíma & bragðlaukarnir eru í algjöru partýi.

Það var ekkert smá smart að sjá inn í eldhúsið þar sem að við sátum & stemmningin var ótrúlega góð & þjónustan uppá 10!

16426627_10211595011419220_160111640_n16441675_10211595011659226_57489579_n16426394_10211595011379219_1451556863_n16358976_10211595011459221_656295009_n

Ég leyfði Snapchat vinum mínum að fylgjast með allt kvöldið & það voru svo rosalega margir að spyrja út í matinn svo að ég ákvað að setja bara matseðilinn okkar hérna inn fyrir neðan.

MATSEÐILL:
**Hefst á freyðivíni í fordrykk**

FORRÉTTIR

TÚNFISKUR
Léttgrillaður túnfiskur, avókadómauk, engifer, sesamfræ, sýrð vatnsmelóna
ÖND OG VAFFLA
Hægeldað “pulled” andalæri, karamelluseruð epli, belgísk vaffla, maltsósa

AÐALRÉTTIR – VELDU Á MILLI

LAX
Kolagrillaður lax, bok choy, sveppir, barbecuesósa tónuð með íslensku, lífrænu svörtu tei
EÐA
KOLAGRILLUÐ NAUTALUND
Sveppir, pönnusteikar kartöflur, bjór-Hollandaise

EFTIRRÉTTUR
Eftirréttur að hætti Axel Þ Pastry meistara
KARAMELLU CRANKIE
Karamellumousse, pistasíu-heslihnetubotn, karamellukaka

16443555_10211595011779229_1643536118_n 16443249_10211595011819230_160952407_n

……………………………………………………………………………………………………

Apótekið fær 10/10 frá mér & ég mun alveg 100% mæla með honum við alla ásamt því að ég get ekki beðið eftir að eiga notalega kvöldstund þarna aftur helst sem allra fyrst, húrra!

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne xx

RÚSTRAUÐ AUGNFÖRÐUN MEÐ SMASHBOX - MYNDBAND

Skrifa Innlegg