Þetta var aldeilis LÖNG fæðing, en ég skal sko segja ykkur það, (þið sem eigið krefjandi börn vitið þetta auðvitað) en það er enginn barnaleikur að mála tvo veggi í sterkum lit með einn 1 árs sem þarf athygli allar sekúndur dagsins á sama tíma & maður reynir að vinna, blogga & bara vera til. En ég á svo stórkostlega tengdamömmu sem nennti eflaust ekki að hlusta á mig röfla um hvað mig langaði ótrúlega mikið að klára að mála veggina bláa svo að hún bara henti sér í málningargallann, kíkti yfir til mín & rúllaði þessu upp með mér bókstaflega.
En aðeins að ferlinu, ég ákvað fyrir mörgum mánuðum síðan að mig langaði að mála vegginn bláan, á meðan ég bjó enná í Danmörku en vissi þó að ég væri að fara að flytja í þessa fallegu íbúð þegar ég kæmi heim, en ég var mjög meðvituð um fallegu listana sem eru í íbúðinni ásamt því að vita að fyrri eigendur ætluðu að skilja eftir fallega “kristalsljósakrónu” í stofunni þegar þau myndu flytja, ég byrjaði því að skoða liti. Ég pinnaði & pinnaði (á Pinterest) allskonar bláa liti & var orðin nokkuð örugg með hvernig lit ég væri að leita að. Næsta skref var að finna út hvar væri best að kaupa málninguna, ég spurðist mikið fyrir í kringum mig & tók eftir því að flestir sem ég þekki höfðu ótrúlega góða reynslu af versluninni Sérefni sem flestir þekkja enda virt & falleg verslun í Síðumúlanum. Ég setti mig því í samband við verslunina & hitti þau stuttu seinna.
Ég verð að segja að þjónustan var gjörsamlega til fyrirmyndar, ég fékk góðan tíma með miklum fagmönnum & fagurkerum sem gáfu mér alla sína athygli & gerðu allt sem þau gátu til að finna rétta litinn sem að ég var að leita að með því að fletta í blöðum & skoða myndir á netinu samhliða litaprufum sem voru til í versluninni. Við miðuðum saman við litinn á parketinu mínu & með hjálp þeirra fann ég loksins draumalitinn. Það voru allir ótrúlega vinalegir & vildu gera þetta ferli skemmtilegt & auðvelt á sama tíma svo að þau gáfu mér mörg góð ráð sem nýttust okkur ekkert smá vel þegar kom að því að mála. Ég labbaði út með 3 lítra af fallegu bláu málningunni minni, tvo flotta pensla, eina stóra rúllu, tvær litlar rúllur, málningarteip & bakka, ég var heldur betur til í slaginn.
Málningin er auðvitað mjög litsterk & þessvegna þarf að passa að allar línur séu hreinar & þar kemur málningarteipið sterkt inn. Við pössuðum að líma í öll horn & á alla kanta, upp við lista & í kringum innstungur. Síðan notuðum við gott tips, en það er að setja smá af hvítri/ljósri málningu yfir kantinn á teipinu svo að endinn lokist alveg & þá blæðir málningin ekki undir & línan verður alveg skörp. Við leyfðum þessu að þorna vel, notuðum svo penslana sem eru ÆÐI til að fara yfir endan á teipinu sem að var búið að setja hvítt yfir, í kringum allar innstungur yfir nagla & misfellur & í öll horn & uppvið lista. Næst ákváðum við að vinda okkur í fyrstu umferð með stóru rúllunni sem gekk ekkert smá vel, málningin er auðveld í vinnslu, þekur vel & það er nánast engin lykt af henni.
Heimasíðu Sérefna er hægt að skoða hér.
Facebooksíðu Sérefna er hægt að skoða hér.
Litinn er hægt að nálgast hjá sérefnum en hann er undir mínu nafni, hann er svo fallegur að mig langar að borða hann! Ég hef fengið svo endalaust mikið af skilaboðum & fyrirspurnum um litinn svo að ég vona að þið drífið ykkur ÖLL í Sérefni & nælið ykkur í fallegan bláan lit fyrir haustið!
Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg